Viðmiðunarhlutfall útgjalda

Untitled-1

Hve miklu af tekjum okkar eigum við að ráðstafa í mat? Hve miklu á að ráðstafa í húsnæði eða í bílinn? Myndin hér að neðan er tillaga ráðgjafa í fjármálameðferð um hvernig tekjur skiptast hlutfallslega á milli útgjaldaliða.

Í töflunni má sjá annars vegar hlutfallið með skammtímaskuldum eða án skammtímaskulda. Þar má lesa til dæmis að allt að 35% hlutfall tekna á að fara í húsnæðiskostnað. Ef útgreiddar tekjur eru 600.000 krónur á mánuði þá má húsnæðiskostnaður vera mest 210.000 krónur. Hlutfall matar allt að 25% (150.000 krónur), samgöngur 10% (60.000 krónur) og svo framvegis. Taflan sýnir að hlutfall skammtímaskulda er 15% af tekjum. Samtals afborganir skammtímaskulda á mánuði yrði þá 90.000 krónur. Dálkurinn lengst til hægri sýnir hlutfallið án skammtímaskulda en þá hækkar hlutfallið í flestum flokkum.

hlutfall-utgjaldaÞetta hlutfall er aðeins viðmið til að aðstoða okkur við að setja okkur markmið, til dæmis við hagræðingu á útgjöldum okkar. Þegar við setjum stefnu á að ná þessu hlutfalli þá munum við fyrr ná jafnvægi í daglegum fjármálum okkar. Þetta hlutfall getur einnig aðstoðað okkur við að meta hve dýrt húsnæði við getum leigt eða keypt (hver mánaðarleg greiðsla má vera), hve mikið við getum tekið að láni til skamms tíma og svo framvegis. Við getum einnig metið hve miklu hærri tekjur við þurfum til að ná endum saman. Til dæmis ef við eyðum 100.000 krónum í mat þá þurfum við 400.000 krónur í tekjur.

Það eru þrjár leiðir til að nálgast þetta hlutfall. 1) Draga saman útgjöld í þessum flokkum, 2) auka tekjur okkar, og 3) draga sama útgjöld og auka tekjur.

Heimilisbókhald Skuldlaus.is hjálpar til við að ná heildarsýn yfir tekjur og útgjöld og auðvelda okkur að draga úr eða auka útgjöld í öllum gefnum flokkum. Sjóboltaaðferðin hjálpar okkur að losna fyrr undan skammtímaskuldum.

 

Untitled-1