Verkefnabókin Betri fjármál

 

Betri fjármál – vinnubók í fjármálmeðferð eftir Hauk Hilmarsson ráðgjafa er ætluð fólki eins og mér og þér sem vilja ná betri tökum á fjámálunum. Bókin leggur áherslu á að skoða hegðun okkar og viðhorf í fjármálum og hjálpa okkur að nálgast vandann á mannlegan hátt.

„Margir taka sömu ákvörðun og við höfum gert um að snúa fjármálunum úr vanda í velferð. En einhverra hluta vegna þykir mörgum þeirra erfitt að fóta sig og halda uppi krafti og ákveðni og á endanum gefast þeir upp og allt fer í sama gamla farið.
Þetta minnir á hin alræmdu áramótaheit þar sem fólk heitir því að snúa lífstílnum við og fara mörgum sinnum í viku í ræktina eða heitir því að hætta að reykja, drekka eða hvað annað sem breyta á erfiði og óþægindum. Margir borga líkamsræktarstöðvum árskortið sitt löngu eftir að þeir gefast upp og margir byrja aftur að reykja. Og eftir stendur spurningin: „Af hverju get ég ekki breytt lífi mínu?”
Við erum ekki geðveik. Við erum ekki ólæknandi og ómöguleg. Við erum bara óvön því að taka svona miklum breytingum.“

Vinnubókin er 100 blaðsíður og í henni er fjöldi verkefna sem stuðla að bættri hegðun og hugarfari gagnvart fjármálum og daglegu lífi.

Smelltu hér til að sjá skipulag bókarinnar (betri_fjarmal-bls_8.pdf)

Smelltu hér til að lesa fyrsta kafla bókarinnar

Hvernig nálgast ég bókina?

Sölustaðir:

 

Fagaðilar

Vinnubókin er sérstaklega hentug þeim sem vinna úr fjárhagsvanda með aðstoð fagaðila. Bókin er þannig sett upp að einstaklingur vinnur sjálfstætt að því að endurskoða fjármál sín og öðlast yfirsýn. Með stuðningi fagaðila má að auki fara ítarlega í viðhorf og hugarfar gagnvart fjármálunum og vinna þannig á ýmis konar huglægum og tilfinningalegum hindrunum.

Vinnubókin er notuð sem kennsluefni á námskeiði við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Fagaðilum stendur til boða 3 klst. námskeið í notkun bókarinnar. Nánari upplýsingar hjá haukur(hjá)skuldlaus.is

 Umsagnir

„Ég var með fjármálanámskeið fyrir endurhæfingarhóp Bjargarinnar vorið 2015 þar sem notast var við bókina eftir Hauk Hilmarsson Betri Fjármál. Bókin er á mannamáli sem er nauðsynlegt, auðlesin og auðskilin. Verkefnin í bókinni eru einföld og  þæginleg til úrvinnslu. Þessa bók munum við koma til með að halda áfram að nota á námskeiðinu hjá okkur. Fyrir hönd Bjargarinnar, Díana Hilmarsdóttir rágjafi.“