„Það hafa alltaf verið börn sem hafa vaxið upp í fátækt og þau hafa flutt með sér fátæktina upp í fullorðinsár,“

panta-bok-fritt

Þetta segir Lára Björnsdóttir formaður Velferðarvaktarinnar um fátækt á Íslandi.

Fátækt á Íslandi er í raun skortur á lífsgæðum. Fólk hefur þá ekki tækifæri eða þekkingu til að afla sér þeirra lífsgæða sem nauðsynleg eru, svo sem læknisþjónustu, húsnæði eða mat. Hugmyndafræði skuldlaus.is snýr að því að auka þekkingu og reynslu fólks svo það geti nýtt þau tækifæri sem gefast til þess að komast frá fátækt eða yfir-skuldsetningu. Þetta er hægt vegna þess að fjármálavandi er hegðunarvandi.

Grunnþættirnir eru alltaf þeir sömu. Við þurfum upplýsingar, skipulag og markmið til þess að breyta núverandi stöðu. En mikilvægt er að fylgjast með líðan okkar og áhrifum vinnunar á okkur sjálf. Ef okkur skortir vilja eða sjálfstraust til að vinna í fjármálunum okkar þá aukast líkurnar verulega á að við gefumst upp. Vantraust, vanþekking, líkamleg og andleg heilsa hefur allt áhrif á viljann til að framkvæma.

Þess vegna erum við hjá Skuldlaus.is að byggja upp fjármál á mannamáli, svo þú getir ekki bara náð fjárhagslegum markmiðum, heldur einnig náð tökum á eigin líðan.

Kynntu þér hvernig Skuldlaus.is getur bætt fjármálin þín.

bokhaskoalprent-ofan-post