Tekjuskortun

namskeid

Tekjuskortun er hluti af fjárhagslegri hjákvæmni og er skipulögð afneitun eða forðun frá fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast að nota þá.

Okkur er kennt að vinna vel til að afla tekna. Við eigum að klífa metorðastigann og ná langt í samfélaginu. Lífsgæðakapphlaupið svokallaða er og staða okkar í því er almenn mælieining fyrir velgengni og hamingju okkar. En við erum ekki öll sammála. Mörg okkar hafa þau viðhorf að peningar séu slæmir og fólk sem á peninga er illt. Eina leiðin til þess að verða rík sé að vera óheiðarleg og misnota sér aðstöðu annarra.

Tekjuskortarar eru líklegri til að velja láglaunastörf og hafa lægri tekjur en við ættum að fá byggt á starfsreynslu okkar og menntun. Við gefum frá okkur eignir og peninga því við teljum okkur ekki eiga rétt á þeim. Við afþökkum aðstoð jafnvel þótt það myndi hjálpa okkur og börnum okkar. Við vinnum frítt eða rukkum lægri upphæð fyrir vinnu okkar. Við afþökkum kauphækkanir eða stöðuhækkun í vinnu. Við erum píslarvætti. Það er eins og einhver hafi forritað okkur til að finna til sektar gagnvart því að eiga peninga.

Eins og með aðra fjárhagslega röskun er orsökina að finna í áföllum eða uppeldi. Margir tekjuskortarar voru aldir upp við að einhver uppalandi talaði síendurtekið neikvætt um ríka og fjárhagslega vel stæða einstaklinga. Aðrir gætu hafa upplifað slæma reynslu af einhverjum vel stæðum og það mótaði lífsviðhorf þeirra á þennan hátt. Einhvers staðar vaknaði þetta viðhorf okkar að peningar eru illir og að vel stætt fólk er slæmt og við viljum ekki verða eins.

 

namskeid