Tekjumissir – þarft þú að sækja um fjárhagsaðstoð?

bok-ofan-post

Um síðastliðin áramót tóku gildi breytingar á lögum um atvinnuleysisbætur og stytti það bótatímabil þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun niður í 30 mánuði. Fjölmargir misstu því bótarétt sinn og fengu skyndilega tekjuskerðingu um árámótin.

Hluti þeirra sem misstu atvinnuleysisbætur geta sótt um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum.

Allir sem fá samþykkta fjárhagsaðstoð sveitarfélags eru í einhvers konar fjárhagsavanda. Því er nauðsynlegt að bregðast strax við tekjumissi með fyrirbyggjandi aðgerðum. Mikilvægast er að hækka tekjur á ný. Hvort sem þú ert vinnufær eða óvinnufær þá eru alltaf til úrræði fyrir þig. Spurningin er aðeins hve lengi það mun taka þig að komast í rétt úrræði og fá nægar tekjur.

Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð sveitarfélags á meðan unnið er að því að finna þér rétt úrræði miðað við þína stöðu og réttindi í samvinnu við ráðgjafa. Fjárhagsaðstoð sveitarfélags er tímabundinn styrkur vegna tekjumissis og er eingöngu hugsuð sem styrkur vegna greiðslu húsnæðis, matar og brýnustu nauðsynja. Allar fjárfestingar, afborganir skulda og greiðslur á föstum kostnaði þarf því að semja um með frystingum, greiðsludreifingum eða viðunandi samningum. Fjárhagsaðstoð er tekjutengd en það þýðir að aðrar heildartekjur þínar munu dragst frá rétti til aðstoðar. Einnig dragast heildartekjur maka frá með sama hætti.

Líklegast er því að fjárhagsaðstoð ein og sér dugi ekki til að leiðtétta tekjumissi. Þess vegna þarf að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir og lækka útgjöld. Rannsóknir sýna að eftirfarandi ráðleggingar hafa bætt fjárhagsvanda einstaklinga töluvert þrátt fyrir að tekjur hækkuðu lítið eða ekkert.

Hagkvæm ráð við fjárhagsvanda:

 • Skrá allar tekjur í þessum mánuði
 • Skrá öll dagleg útgjöld í þessum mánuði
 • Skrá allar fastar greiðslur í þessum mánuði

Með þessu færðu svar við því hve mikill munur er á tekjum og útgjöldum í þessum mánuði. Takmarkið er að ná útgjaldaupphæðinni niður fyrir tekjuupphæð vegna þess að bestu mögulegu aðstæður í fjármálum er þegar tekjur eru hærri en útgjöld. Þá endar hver mánuður í plús. Þegar við verðum fyrir tekjumissi kemst ójafnvægi á tekjur og útgjöld sem nauðsynlegt er að leiðrétta eins fljótt og hægt er. Við tekjumissi er mikilvægt að lækka útgjöld um að minnsta kosti sömu upphæð og tekjurnar lækkuðu. Dæmi: Ef tekjur lækka um 100.000 krónur þurfa útgjöld að lækka um 100.000 krónur líka.

Nokkrar góðar leiðir til þess að lækka útgjöld:

 • Staðgreiddu. EKKI nota kreditkort nema í brýnustu neyð.
 • Skipuleggðu öll innkaup og daglega neyslu fyrirfram (t.d. með innkaupalistum)
 • Geymdu bílinn eins mikið og hægt er. Labbaðu allar stuttar vegalengdir.
 • Segja upp föstum kostnaði sem er ekki nauðsyn. Þar má nefna internet, dagblöð, tímarit, áhugamál, félagsgjöld, styrkir (heimsforeldri, ABC Barnaþorp og þ.h.)
 • Geyma öll kaup á fatnaði, skóm, sælgæti, gosi, tóbaki, áfengi, húsgögnum, raftækjum, afþreyingu og öðrum vörum og þjónustu sem ekki er brýn nauðsyn á meðan tekjumissir varir.
 • Fá leiðsögn fagaðila við að endurskipuleggja fjámál miðað við fjárhagslegar aðstæður þínar í dag.
 • Hugsðu aðeins um þann pening sem þú átt þegar þú verslar. Ekki eyða umfram efni.
 • Forgangsraðaðu eftir mikilvægi. Húsnæði, matur, og leikskólagjöld eru mikilvægari en föt, skór, farsímar og internettenging.
 • Ekki eyða öllum peningnum til að kaupa í dag vegna þess að þú átt von á pening á næstu dögum eða vikum. Bíddu þar til þú átt pening.
 • Leitaðu oft í viku að leiðum til þess að hækka tekjurnar. Áttu rétt á hærri bótum hjá stéttarfélagi eða lífeyrissjóði? Ertu daglega að leita að vinnu? Ertu að sækja um rétt úrræði miðað við stöðu þína?

panta-bok-fritt