sparikrukkan – vika 39

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 39 og við setjum 3.900 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 78.000 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að versla það sem þig vantar – ekki það sem þig langar

Að taka peningunum sem sjálfsögðum hlut

Fyrst af öllu skulum við horfa á fjármál eins og samband – samband okkar við peninga. Með tímanum verður til sú tilhneiging að nauðsynjar verði léttvægar og hægt verði að geyma eina og eina greiðslu til að eiga pening fyrir öðru; geyma að greiða einn reikning þar til í næsta mánuði til að komast út að borða og í bíó í kvöld. Oft gengur þetta upp og við greiðum einhvern aukapening í dráttarvexti og kostnað fyrir að geyma reikninginn í mánuð.

En hvernig yrði lífið ef við ættum ekki neinn pening lengur? Hvað myndi peningaleysi þýða fyrir daglegt líf? Hvernig myndi okkur líða og hvernig yrði framtíð okkar án peninga? Þegar við hugsum um líf án peninga gæti sú hugsun hjálpað okkur að meta hve mikilvægir þeir í raun eru. Það er of auðvelt að missa athyglina og finnast að peningar muni alltaf vera til staðar og lífið reddist einhvern veginn. Þegar við missum athyglina á peningum förum við ómeðvitað að missa þá frá okkur.

Veist þú hvert peningarnir þínir fara?

bok-ofan-post