Sparsemi íslendinga

namskeid

Már Mixa doktorsnemi og kennari við Háskóla Reykjavíkur skrifar grein um hvað gæti valdið því að þjóðir heims eru mis sparsamar. Þar bendir hann á að við íslendingar erum með eitt minnsta sparnaðarhlutfall þjóða heims þrátt fyrir að mikið er rætt og auglýst um sparnað almennt.

Á árunum 1997 til 2005 var meðalneysla okkar 5 til 10% yfir ráðstöfunartekjum sem þýðir einfaldlega að við tókum að láni og greiddum síðar. Sum okkar eru enn í dag að greiða þessa 17 ára gömlu reikninga. En af hverju er auðvelt að eyða umfram en ekki auðvelt að spara?

Ein aðalástæðan er hvernig við erum vön því að lifa. Það sem þú gerðir í gær munt þú líklegast gera í dag – af því þú hefur vanist því. Og það sem við erum vön að gera verður sjálfvirkt og við hættum að veita því athygli. Við venjumst því að borga með kreditkortum, smálánum og yfirdrætti og á sama hátt venjumst við því sem við gerum ekki.  Við veitum því ekki athygli að við spörum ekki. Og þótt að við fáum margar auglýsingar og áminningar um að spara, þá gerist ekkert af því það er ekki hluti af okkar lífsmynstri að spara.

Sparaðu strax

Leiðin til að koma einhverri hegðun í vana er að skipuleggja sig og endurtaka aftur og aftur og aftur. TIl dæmis um hver mánaðarmót. Besta leiðin til að spara er að borga sjálfum sér fyrst, um hver mánaðarmót, áður en allt annað er greitt. Við borgum okkur fyrst vegna þess að við erum vön að vilja passa peninginn okkar þegar við erum búin að borga reikningana. Sparnaðurinn þarf ekki að vera mikill í upphafi, en nóg til að við sjáum ávinning. Tíund er gott hlutfall en þá greiðum við 10% af útgreiddum launum okkar í sparnað.

Margir þora ekki að spara vegna þess að tilfinningin sé að við festum pening einhvers staðar. En ef þú ert að spara í neyðarsjóð þá á sá sparnaður einmitt að nýtast þegar við þurfum aukapening. Það er bara ef þú ákveður að það má ekki nota sparnaðinn sem við festum hann. Við ráðum sparnaðinn okkar í vinnu, hver króna fær verkefni. Þannig notum við ekki ferðasjóð í skyndibita og notum ekki neyðarsjóð í langanir eins og dýran snjallsíma.

Byrjaðu að spara í dag. Settu þér markmið og gefðu peningunum þínum verkefni, ákveddu upphæð sem þú leggur inn á sparireikning um leið og þú færð launin greidd.

Hlekkur á grein Más Mixa: http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/1403686/

 

Untitled-1