Sparikrukkan – vika 49

Untitled-1

Kæru vinir,
nú er vika 49 og  við setjum 4.900 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 122.500 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að drekka vatn í staðinn fyrir gos, djúsa og koffíndrykki.

Nú líður að lokum þessa árs. Þau ykkar sem hafið verið með frá upphafi eruð búin að safna yfir 120 þúsund krónum. Markmið okkar hafa verið mismunandi. Mörg hver að safna fyrir utanlandsferðum, sumarfríi innanlands, nýjum farsímum, til að eiga sparnað eða neyðarsjóð. Hvert sem markmið ykkar eru þá hefur þessi hugmynd að byggja sparnaðinn okkar upp með tímanum verið fræðandi og skemmtileg.

Stóri ávinningur þess að taka þátt í sparikrukkunni er að þú ert ekki í fjárhagsvanda. Þú átt aukapening til að mæta óvæntum útgjöldum (t.d. tannlæknir eða bílviðgerð) og þú ert að leggja til hliðar aukapening. Við mælum með að þú haldir áfram að spara með þessum hætti og notir peninginn til að byggja upp nýja framtíð í fjármálum.  Þú getur til dæmis ákveðið að nota þessar tuttugu þúsund krónur til að greiða skuldir og afborganir skammtímalána niður hraðar (sjá: Snjóboltaaðferðin). Þú getur einnig skipt aukapeningnum í tvennt og þannig bæði sparað og greitt niður skuldir. Möguleikar þínir eru aðeins bundnir þínu ímyndunarafli.

Við munum endurtaka leikinn með sama hætti á næsta ári. Þannig geta nýjir tekið þátt og byrjað að spara með okkur. Þau sem hafa verið með frá upphafi fá tækifæri til að velja að endurtaka leikinn eða fá leiðsögn í að láta peninginn vinna fyrir okkur og byggja upp betri fjármál.

Að lokum minnum við á að Verkefnabókin Betri fjármál er tilvalin jólagjöf fyrir alla sem nota peninga í daglegu lífi. Hægt er að kaupa bókina í Háskólaprent, Suðurgötu í Reykjavík, eða panta á heimasíðu Skuldlaus.is

Untitled-1