Sparikrukkan – vika 46

panta-bok-fritt

Kæru vinir,
nú er vika 46 og  við setjum 4.600 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 108.100 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að skipuleggja öll kaup.

Smálánafyrirtæki, kreditkortafyrirtæki, bankar og aðrar lánastofnanir skipleggja starfsemi sína að miklu leiti eftir því hve hvatvís við erum og óskipulögð í fjármálum. Við erum iðulega að taka ákvarðanir sem byggja ekki á fyrirfram skipulögðum fjármálum, eða við „lendum“ af sömu ástæðum í að taka lán fyrir ófyrirséðum fjárútlátum eins og að borga tannlæknakostnað með kreditkortum, yfirdráttum eða jafnvel smálánum.

Almenna reglan okkar hjá Skuldlaus er að spara í sjóði. Þá leggjum við til ákveðna upphæð á mánuði í sjóði sem við köllum t.d. neyðarsjóð, ferðasjóð, fatasjóð, skósjóð eða sjóð nefndan hverju því nafni sem við erum að spara fyrir.

Þegar við eigum sjóði þá verður auðveldara að taka ákvarðanir um kaup. Ef til dæmis skósjóðurinn er ekki nógur stór til að kaupa draumaskóna þá verður svarið einfaldlega „Nei, ég kaupi ekki skó í dag“. Í framhaldi af því spörum við meira þar til við getum keypt draumaskóna.

Kynntu þér Heimilisbókhald Skuldlaus.is (excel skjal)

Neyðarsjóðurinn er mikilvægur því hann grípur okkur þegar við þurfum skyndilega að greiða fyrir einhverja vöru eða þjónustu. Hér á ég ekki við ef við sjáum iPhone auglýstan á tilboði (sem við „verðum“ að kaupa) heldur ófyrirséða atburði eins og tannlæknakostnað, bílaviðgerðir, eða tekjumissi. Þumalputtareglan er að neyðarsjóður sé húsnæðiskostnaður fyrir þrjá mánuði.

Fyrir marga er ekki eins auðvelt og það virðist að spara í sjóði. Mörg okkar hafa þann leiða vana að leyfa peningunum okkar að klárast. Við erum vön því að lifa frá einni launaútborgun til annarrar og fullnýtum peninginn. Þess vegna er mikilvægt að fara leiðina sem Skuldlaus bíður þér og fá góða yfirsýn yfir tekjur og útgjöld, endurskipuleggja fjármálin og taka ákvarðanir um hvert peningarnir eiga að fara. Velja hve mikið við leggjum í sjóði í stað þess að kaupa strax og okkur langar til.   

Vinnubókin Betri fjármál er til sölu í Háskólaprent, Suðurgötu í Reykjavík. Ekki bíða eftir betri tíð. Taktu þátt með fjölmörgum öðrum sem eru að snúa vörn í sókn fjárhagslega.

Untitled-1