Sparikrukkan – vika 45

Untitled-1

Kæru vinir,
nú er vika 45 og  við setjum 4.500 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 103.500 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að hugsa um heilsuna. Fyrirbyggjandi hegðun eins og að taka vítamín, borða rétt og hreyfa sig reglulega mun hafa jákvæð áhrif á heilsu, hugarfar og fjármálin.

Fjármálameðferð Skuldlaus.is byggir á þremur þáttum: markmiðum, sjálfskoðun, og vilja. þessir þrír þættir, ef beitt er rétt, geta hjálpað okkur að ná tökum á fjármálunum á aðeins örfáum vikum. En erlendar rannsóknir sýna að það eru ekki bara fjármálin sem breytast. þeir sem beita þessari tækni hafa bætt aðra þætti lífs síns. Fólk hefur minnkað reykingar, minnkað neyslu á óhollari mat, minnkað drykkju áfengis og aukið hreyfingu. Niðurstöður sýna að álag minnkar og svefngæði aukast.
Það getur því verið til mikils að vinna að fara yfir fjármálin með aðferð Skuldlaus.is – ávinningur sem smitar út frá sér í allt okkar daglega líf.

Taktu ákvörðun í dag og breyttu daglegu lífi þínu til hins betra.

bokhaskoalprent-ofan-post