Sparikrukkan vika 4

namskeid

Kæru vinir,

Nú er vika 4 og við setjum 400 krónur í krukkuna góðu og nú eiga því að vera samtals 1000 krónur í krukkunni.

Frá því við settum fyrsta 100 kallinn í krukkuna höfum við tífaldað eign okkar í krukkunni á aðeins fjórum vikum.

Sparnaðarráð vikunar er að skrá hvernig við notum peningana okkar.

Við einfaldlega skráum alla hreifingu á peningum, bæði tekjur og útgjöld. Öll laun og aðrar tekjur og öll útgjöld frá
reikningum og húsnæðiskostnaði sem við greiðum um mánaðarmót niður í snarl í hádeginu. Sparnaðurinn felst í að vita hvert peningurinn fer og hvort við yfir höfuð viljum að hann fari þangað.

Rannsóknir sýna að þegar við fylgjumst með peningunum okkar þá spörum við allt að 40% í daglegri neyslu. Slíkur sparnaður er mesta kjarabót sem við getum fundið og við getum fundið hana strax. Einfaldir hlutir eins og að versla ekki hvað sem er hvenær sem er heldur skipuleggja innkaupin. Nota innkaupalista og velja hagkvæmari vörur og þjónustu og velja verslanir. Í könnun sem ég gerði í haust kom í ljós að verslunin 10-11 var 70% dýrari en Bónus.

Hér á heimasíðu okkar Skuldlaus.is eru fyrstu skrefin í að bæta fjármálin.

Smelltu hér á hlekkinn og sæktu heimilisbókhald Skuldlaus.is og byrjaðu strax í dag að skrá daglega neyslu.

Kær kveðja og góða skemmtun

Skuldlaus.is

namskeid