Sparikrukkan vika 2

Untitled-1

Velkomin í viku 2 í Sparikrukkunni. Í þessari viku setjum við 100 krónur í krukkuna góðu. Við höfum því sparað 300 krónur.

Í viku eitt byrjuðum við að skrá hjá okkur öll útgjöld og við byrjum strax að horfa á hvað gerist við að fá þessar upplýsingar. Það er algengt að þegar við byrjum að skrá niður útgjöldin að við byrjum að sjá vörur og þjónustu sem við viljum ekki kaupa, eða ákveðum að geyma það. Algengt er að við sjáum ýmsan óþarfa eins og sælgæti og gos, en einnig ýmsan skyndibita eða „óhollan mat“. Þetta eru vörur sem við eigum auðvelt með að neita okkur um.

Ef þú upplifðir eitthvað þessu líkt síðastliðna viku skaltu gefa þér gott klapp á bakið. Þetta er nefnilega vitundarvakning sem er mjög jákvæð. Margir upplifa skömm eða sektarkennd við þessa upplifun eins og þau séu að koma upp um eitthvað sem er bannað. Þessi skömm á rætur djúpt í venjum okkar, janfvel svo djúpt að við vitum ekki hvaðan hún kemur. Þessa skömm ætlum við að vinna með á næstu vikum og mánuðum. Við ætlum að breyta viðhorfum okkar til peninga.

Næstu viku höldum við áfram að skrá dagleg útgjöld okkar. Við höldum áfram að fagna því þegar við finnum óþarfa vörur og þjónustu og veljum að sleppa þeim. Athugaðu hvort þú getir sparað pening með því að sleppa því að kaupa óþarfa vörur og þjónustu í næstu viku.

Gangi þér vel,

bok-ofan-post