Sparikrukkan – vika 10

namskeid

Kæru vinir,

Nú er vika 10 og við setjum 1000 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 5500 krónur í krukkunni.

Það eru ákveðin tímamót þessa viku þar sem við setjum fyrsta þúsund króna seðilinn í krukkuna. Nú er mánaðarlegur sparnaður kominn í 4000 krónur.

Sparnaðarráð vikunnar er að mæla hitann í ísskápnum

 

Hitastig í ísskápum á að vera á bilinu 0-4°c til að hægja á fjölgun baktería en þær fjölga sér hratt við hitastig frá 8 til 60°C. Of hár hiti í ísskápnum getur því minnkað geymsluþol matvæla. Á mínu heimili átti grænmeti og ávextir óvenju stutta lífdaga og því ákvað ég að mæla hitann í ísskápnum. Hitinn mældist á bilinu frá 5,6°c og yfir 6°c. sem samkvæmt Matvælastofnun er of hár. Hitinn var því lækkaður niður fyrir 4°c.  Hægt er að lesa meira um geymslu matvæla á heimasíðu Matvælastofnunnar.

Með réttu hitastigi aukum við geymsluþol matvörunnar og á sama tíma aukum hreinlæti og minnkum sýkingarhættu. Gætið þess þó líka ða hafa ekki of kalt í ísskápnum því þá notar hann meira rafmagn en þörf er á.

Við minnum á facebook síðu okkar og biðjum ykkur að deila henni meðal vina.

bok-ofan-post