Sparikrukkan 2017 – vika 52

namskeid

Kæru vinir,
nú er vika 52 og  við setjum 5.200 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 137.800 krónur í krukkunni.

Til hamingju!! Þetta er síðasta greiðslan í Sparikrukkuna. Þessu sparnaðarverkefni sem hófst með 100 krónum í krukku er nú lokið og ef þú hefur verið með frá upphafi þá hefur þú sparað 137.800 krónur. Við vonum að sparnaðarráðin og fræðslan hafi nýst þér og stutt þig í sparnaðinum á árinu.

Við munum byrja nýja sparnaðarleið í fyrstu viku á nýju ári og við vonum að þú munir spara áfram með okkur.

Sparnaðarráð vikunnar er að slaka á í 10 mínútur á dag, hið minnsta.

Stress og álag

Það getur verið álag og stress að spara. Þegar við uppgötvum að fjármálin okkar eru ekki í lagi og peningarnir flæða frá okkur eins og vatn úr götóttri fötu þá er mjög líklegt að það valdi okkur álagi að loka öllum götum og halda í paningana okkar. Við verðum meðvitaðari um hvað vörur og þjónusta kostar og förum að leggja áherslu á hvert peningarnir skulu fara í stað þess að þeir bara flæði eitthvert. Allt þetta tekur frá okkur orku og við finnum fyrir álagi og stressi.

Eitt besta ráðið við þessu álagi eru fjármálafundir með fjölskyldu eða maka. Við hittumst einu sinni í viku við elhúsborðið eða í stofunni og í rólegheitum förum yfir fjármál heimilisins. Heiðarleiki og staðreyndir gera okkur gott í fjármálunum.

Annað gott ráð til að minnka álag er að setja okkur langtímamarkmið. Markmiðin okkar veita vinnunni tilgang og veita okkur innblástur þegar við erum stressuð og orkulaus.  Við þurfum að gefa breyttum venjum tíma til að virka og við þurfum líka að endurmeta reglulega hvernig okkur gengur. Þá spyrjum við okkur hvort við séum að nálgast markmiðin og erum við að beita réttum aðferðum til þess.

Við veitum okkur verðlaun fyrir gott verk. Þú velur þau verðlaun sem þér og þinni fjölskyldu líkar best og eftir ákvðinn tíma eða tímamót þá er haldið upp á árangurinn. Eina sem er mikilvægt er að verðlaunin og kostnaðurinn sé fyrirfram ákveðinn og að við eyðum ekki umfram þá áætlun.

Heildarsýnin er mikilvæg til að minnka stress í fjármálum. Gott ráð er að nota Excel-skjal eða heimiisbókhald sem tekur saman öll fjármál allra sem reka heimilið. Ekki gleyma ykkur í einum þætti fjármála heldur horfa á heildarmyndina. Við getum náð góðum sparnaði í einhverjum þáttum strax, eins og að versla mat, en niðurgreiðsla skammtímalána getur tekið tíma.

Hugsðu um þig og heilsuna þína. Veldu þér góðan og næringarríkan mat, sofðu nægjanlega lengi og hreyfðu þig reglulega. Þetta mun allt hafa jákvæð áhrif á fjármálin.

bokhaskoalprent-ofan-post