Sparikrukkan 2017 – vika 3

panta-bok-fritt

Kæru vinir,

Nú er vika 3 og við setjum 300 krónur í krukkuna.
Í Sparikrukkunni þessa viku eiga þá að vera samtals 600 krónur.

Við upphaf sparnaðar er oftar en ekki erfitt að sjá árangur vinnunnar. Það er augljóst í okkar tilfelli þar sem við höfum aðeins safnað 600 krónum á þremur vikum. En ef við veljum að halda áfram mun sýnilegur árangur koma mjög fljótt í ljós. Við munum sjá lítinn sparnað margfaldast og í lok árs munum við eiga 137.800 aukakrónur.

Í síðustu viku setti ég inn nýtt Excel skjal sem við getum notað sem útgjaldabókhald. Skjalið er sérstaklega útbúið fyrir okkur til að fá góða yfirsýn yfir útgjöldin okkar. Fyrsta spurningin í öllum leiðum til að laga fjármál er alltaf hvert fer peningurinn og skjalið getur hjálpað okkur að hafa þau svör á hreinu. Ennfremur er hægt að nýta sér skjalið og útgjaldaupplýsingarnar til að búa til útgjaldaáætlun fyrir næsta mánuð. Skjalið hjálpar okkur líka að spara skipulega.

Galdurinn við að bæta fjármálin er einmitt falinn í að vita hvert peningarnir okkar eru að fara og velja hvort þeir fari þangað eða ekki. Á næstu vikum munum við fara betur í það hvernig við lærum að fylgjast með peningunum, meta hvort það þarf raunverulega að nota þá og í hvað.

Kær kveðja og góða skemmtun,

Haukur.

bok-ofan-post