Sparikrukkan 2015

panta-bok-fritt

Kæru vinir,

Nú er árið á enda og markmiði okkar að safna 130.000 krónum er náð. Á þessu ári fengu rúmlega 1000 manns vikulega tölvupóst með fræðslu, sparnaðarráðum og áminningu um sparnað. Við þökkum ykkur öllum samfylgdina og samskiptin á árinu.

Við ætlum að sjálfsögðu að endurtaka leikinn á árinu 2016. Ef þú ert á póstlistanum þarftu aðeins að bíða eftir næsta tölvupósti frá okkur og fylgja okkur áfram. Ef þú vilt taka þátt þá skráir þú þig á póstlistann með því að smella hér.

Við biðjum ykkur að deila þessum pósti með öðrum og hjálpa okkur að breyta hugarfari landsmanna.

Við óskum ykkur öllum farsældar og gleði á nýju ári og hlökkum til að spara og fræðast meira um fjármál og hugarfar á komandi ári.

Haukur Hilmarsson

Skuldlaus.is

bok-ofan-post