Söfnunarárátta (hoarding)

Untitled-1

Söfnunarárátta er öfgafullur sparnaður. Sumir safna pening og sumir eiga auka klósettpappír. á meðan það er eðlilegt að eiga aukarúllur af klósettpappír myndi áráttusafnari hins vegar fylla húsið af klósettpappír. Margir áráttusafnarar eru líka kaupfíklar en meginmunurinn á kaupfíkli og áráttusafnara er að það eru ekki kaup á hlutum heldur söfnunin á þeim sem veitir áráttusafnaranum öryggistilfinningu og kvíðalosun. Margir myndu segja að margt af því sem við söfnum séu ónothæfir hlutir en hlutirnir skipta áráttusafnaranum máli. Áráttusafnari er tilfinningalega tengdur því sem hann safnar.

Það er algengt að fólk taki sig saman og hreinsi út fyrir safnarana. Tæmi húsið og geri hreint. En söfnunin fer samt aftur í gang. Ástæðan er að safnarar finna ábyrgð gagnvart eigum sínum og finnst það svik að henda eða losa sig við hluti. Það er ekki skynsemi sem stýrir söfnuninni heldur tilfinningar safnarans. Sumir áráttusafnarar sýna sömu sorgarviðbrögð við að missa hluti eins og að missa ástvin. Áráttusafnari verður því hræddur og stundum yfirbugaður af kvíða og ótta við það að losa sig við eigur sínar.

Rótina af söfnunaráráttu er að finna í barnæsku eða áföllum fortíðar. Söfnunarárátta er lgengt meðal barna af fósturheimilum og þeim sem koma úr mikilli fátækt. Fortíðin kenndi þeim að það er aldrei til nóg. Sumir lærðu að það er hægt að ná aðdáun og samskiptum við foreldra gegnum söfnun. Þá vaknaði áhugi foreldra og jafnvel hvatning til að safna meiru.

Það er líklegt að síðasta bankahrun hafi búið til áráttusafnara. Við eigum bara eftir að hitta þá.

Lestu meira um fjárhagslega fjármáladýrkun hér:

Lestu einnig um fjárhaglega forðun:

namskeid