Skuldlaus sendir Alþingi umsögn til að vekja athygli á nauðsyn þess að bæta fjármálahegðun

bok-ofan-post

Haukur Hilmarsson ráðgjafi og höfundur Skuldlaus.is sendi nýverið velferðarnefnd Alþingis umsögn við frumvarpi til breytinga á lögum númer 40/1991 um Félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í umsögninni er því fagnað að breytingar séu lagaðar fram með því markmiði að auka stuðning við vinnufæra einstaklinga sem sækja sér fjárhagsaðstoð. Umsögninni er þó ætlað að vekja athygli þingmanna á því að meiri þörf er að takast á við heildarvanda þeirra sem sækja um og þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, sjálfan fjárhagsvanda einstaklingsins.

Það er trú Skuldlaus.is að varanlegar breytingar verða ekki fyrr en hugarfar og heðgun breytist. Þess vegna er mikilvægt að nálgast fólk ekki aðeins með tímabundnum fjárhagslegum stuðningi heldur einnig með ráðgjöf í fjármálahegðun.

Í umsögninni er lagt til að verkefnið Betri fjármál verði hluti af þeim úrræðum sem sveitarfélög bjóði skjólstæðingum sínum og veiti þeim stuðning við að breyta viðhorfum og hegðun til að takast rétt á við tekjumissi, stöðva auka skuldasöfnun, og að skjólstæðingurinn vinni sig sjálfur út úr fjárhagsvanda sínum.

Lesa má umsögnina í heild hér: umsögn um frumvarp – 416. mál 144. lþ. 

Frumvarpið sjálft og feril þess má skoða hér: Félagsþjónusta sveitarfélaga – 416 mál.

Untitled-1