Ráðgjöf

skuldlaus-supermanHaukur Hilmarsson ráðgjafi bíður upp á einstaklings- og pararáðgjöf. Hvert viðtal er 45 mínútur á lengd.

Hvert viðtal kostar 8.000 krónur.

Við erum með viðtalsaðstöðu í Kópavogi og í Reykjanesbæ.

Smelltu hér til að bóka viðtal

 

Allar nánari upplýsingar á skuldlaus(hjá)skuldlaus.is

Hvernig fæ ég sem mest út úr viðtali?

Athugið að á sama tíma og fjármálameðferð er sambland þess að fara yfir fjárhagslega stöðu þína og skoða og breyta viðhorfum þínum og hegðun gagnvart fjrámálum þá er það hlutverk þitt að skoða fjármálastöðu þína og mitt að skoða með þér viðhorf og hegðun.

Til auðveldunar og aðgreiningar þá er það þitt að svara spurningunni: Hvað er þú að gera við peningana þína og hvernig? 

Því svarar þú með yfirliti yfir dagleg útgjöld og tekjur. Verkefnabókin Betri fjámál er sérstaklega skrifuð til þess að svara þessum spurningum og Heimilisbókhald Skuldlaus.is er sérstaklega útbúið til að auðvelda þér að skrá öll þín útgjöld og tekjur.

Það er mitt að hjálpa þér að svara spurningunni: Af hverju gerir þú það sem þú gerir við peningana þína?

Þegar þú hefur skoðað fjármálin þín í einhverja daga eða vikur þá munt þú sjá eitthvað sem vekur ótta eða forvitni. Með þessar upplýsingar leitum við svara við spurningunni „af hverju?“

Ég hlakka til að heyra í þér og gangi þér vel.

Haukur