Áhættusækni

bok-ofan-post

Áhættusækni er þegar fólk tekur ákvarðanir án þess að hafa reiknað dæmið til enda. Það lætur tilfinninguna um að taka ákvörðun. Fjárhagslega áhættusækið fólk sem tekur óraunhæfar ákvarðanir er með það sem ég kalla lottóhugarfar. Viðhorfið er að „þetta reddast“.

Óhófleg lántaka er ein birtingarmynd áhættusækni en þá notar fólk til dæmis kreditkort eða tekur lán (yfirdrætti, smálán, netgíró) til að fá vöruna í dag og tekur áhættuna um að geta greitt lánið seinna. Áhættusæknir eru háðir spennunni við að elta uppi verðlaun. Verðlaunin eru í mörgum myndum og geta verið hversdaglegir hlutir eins og skyndibiti, vörur og þjónusta, vörur úr tískuvöruverlsunum eða eða raftækjaverslunum, eða veðmál. Áhættusæknir nota annarra fé eða taka sér lán til að nálgast vinningana strax.

Áhættusæknir hafa skekkt viðhorf til peninga og eigna. Áhættusæknir láta tilfinningarnar velja verðlaun og eru tilbúinir að taka óraunhæfar og oft fjárhagslega skaðandi ákvarðanir til að fá verðlaunin núna og annað reddist seinna. Áhættusækinn einstaklingur gæti til dæmis séð barnabætur sem verðlaun. þá verður það er óraunhæft fyrir viðkomandi að nota barnabætur í að greiða reikninga vegna barna, til dæmis leikskólagjöld. Einnig getur það truflað áhættusækinn einstakling að þurfa að nota launin sín til að endurgreiða lán vegna verðlauna. Upplifa það eins og hegningu.

Áhættusækni í fjármálakerfinu getur verið af sömu ástæðum. Tekin er áhætta eða lán notuð til að kosta fjármálagjörninga sem eru í raun tilfinningaleg verðlaun. Velgengnin er aðal drifkrafturinn, ekki fjárhagslegur ávinningur. Fjárhagslegi ávinningurinn hins vegar verður eins og bónus því hann má nýta til að kaupa eða fjármagna önnur verðlaun.

Áhættusæknir nota tilfinninguna um velgengni til að yfirvinna tilfinningu um tómarúm, einmanakennd, kvíða og þunglyndi. Líkamleg vellíðan vegna velgengninnar, sigurvíman, er adrenalín sem flæðir um líkamann og hjálpar þeim að líða vel, vera orkumikil, mikilvæg og heilsteipt árangursrík persóna.

Lestu meira um fjárhagslega fjármáladýrkun hér:

Lestu einnig um fjárhaglega forðun:

panta-bok-fritt