Níska

Untitled-1

Níska (underspending) er hluti af fjárhagslegri hjákvæmni og er skipulögð afneitun eða forðun frá fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast að nota þá.

Það er hagkvæmt og gott að vera sparsamur. Það er meira að segja í tísku að vera sparsamur. En sparsemi okkar getur gengið of langt og orðið að fjárhagslegri röskun. Við getum orðið nísk.

Frægasta níska persónan er kannski Ebeneser Scrooge úr jólasögu Chares Dikkens. Jóakim Aðalönd er líka frægur nískupúki. Við höfum líka heyrt níska kallaða gróðasál, gyðingur, nánös, aurasál eða nískupúki. En níska er ekki dæmi um frekju eða sjálfselsku. Samkvæmt samheitaorðabók þýðir níska sjálfsníðsla. Nískir einstaklingar vilja ekki eða þora ekki að eyða peningum eða eigum sínum. Við undireyðum og níðum okkur sjálf.

Við erum nísk því það er erfitt að eyða pening. Ekki á þann hátt að við finnum ekkert til að kaupa heldur er það tilfinningalega erfitt að láta frá okkur peninga. Vinsælt orðatiltæki „Greidd skuld er glatað fé“ gæti átt við um hugarfar okkar sem undireyðum. Við upplifum ótta, kvíða og sektarkennd gagnvart fjármálum okkar. Nískur einstaklingur getur fjárfest, en hann gerir það efnislega en ekki tilfinningalega. Við erum tilfinningalega séð fátæk. Við gætum meira að segja gengið svo langt að neita okkur um eðlileg lífsgæði og gera okkur viljandi fátæk. Við gætum því átt nægan pening til þess að fara til tannlæknis eða láta laga bilun í bílnum okkar en nískan, tilfinningin og óöryggið hindrar okkur. Við eigum pening um mánaðarmót en okkur finnst þrátt fyrir það erfitt að greiða eðlilega reikninga eins og húsaleigu eða leikskólagjald. Við erum með áhyggjur af fjármálunum jafnvel þótt við eigum sparnað og skuldum lítið eða ekkert.

Við óttumst álit annarra. Við erum ekki viss hvort fólki líki við okkur eða peningana okkar. Það er stundum kallað ótti hinna ríku.  Við leggjum okkur fram við að fá ókeypis vörur og þjónustu og reynum að fá afslætti hvar sem er því við þurfum að spara.

Nískir óttast gjaldþrot og fátækt. Það er til dæmis líklegt að börn foreldra sem misstu allt sitt í bankahruninu 2008 eigi á hættu að þróa með sér nískuhugsun vegna þeirra áfalla sem þau upplifðu gegnum streitu, þjáninga og missi foreldra sinna. Níska á sér því rætur í þjáningum fortíðar. Eitthver form ofbeldis, skortur, eða einvera.

 

Untitled-1