Neyslutrú

namskeid

Neyslutrú er hluti af fjármáladýrkun og er ofurtryggð við vörumerki eða ákveðna tegund af vöru eða þjónustu.

Neyslutrú er ákveðinn angi af kaupfíkn og efnishyggju og lýsir sér þannig að viðhorf gagnvart vörum verða eins og trúarbrögð. Dæmi um slíkar vörur er Apple með iPhone og iPad, Harley Davidsson mótorhjól, Mercedes Benz, Nike og svo mætti lengi telja. Ofurtryggð við vörumerki, vörur eða þjónustu getur verið skaðandi fjárhagslega. Neyslutrúaðir taka óskynsamar ákvarðanir í fjármálum sínum til að eignast sínar uppáhalds vörur. Dæmi er um að fólk skiptir út dýrum vörum til að endurnýja, til dæmis setja nokkurra mánaða gamlan snjallsíma til hliðar til að kaupa nýjustu útgáfuna. Neyslutrúaðir taka lán og fjárhagslega áhættu vegna tryggðar við vörumerkið.

Martin Lindström tók saman tíu atriði sem uppfylla þessa hegðun.

1) Tilfinning um að tilheyra, 2) Skýr sýn, 3) Vald yfir óvini, 4) höfðar til skynjunar, 5) sögur, 6) mikilfengleiki, 7) trúboð, 8) merki, 9) leyndardómur, 10) helgisiðir.

Undirliggjandi hegðun neyslutrúar er þörfin til að tilheyra hópum, stefnum og aðstæðum. Þegar sjálfstraust okkar og sjálfsálit er svo lágt að við sem persónur getum ekki, eða þorum ekki að tilheyra á eigin verðleikum þá er fólk tilbúið að finna tengingu gegnum efnislega þætti. Þá kemur tíska sterk inn og ásókn samfélagisins í ákveðnar vörur og þjónustu. Við fáum að tilheyra öðrum af því við eigum ákveðna vöru. Við leggjum sjálfstraust okkar til hliðar og treystum á vöruna til að tilheyra. Neyslutrú verður til.

Lestu meira um fjárhagslega fjármáladýrkun hér:

Lestu einnig um fjárhaglega forðun:

Untitled-1