Póstlistinn – vikulegt fréttabréf og fræðsla

coin-stackPóstlistar Skuldlaus eru fjórir. Fyrst er vinsælasti listinn sem er sparikrukkan og lesa má meira um hann hér fyrir neðan. Annar er fréttir af ýmsum tilboðum fyrir áskrifendur. Þriðji sendir þér fréttir af námskeiðum og fyrirlestrum og sá fjórði er sérstaklega fyrir fagaðila og þá sem vilja sökkva sér í fræðin okkar um fjármálameðferð og fjárhagslega færni.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og skráðu þig í hóp þeirra sem eru með púlsinn á bestu leiðinni til að bæta fjármálin.skrá-mig-MSS

 

Sparikrukkan er vikulegt fréttabréf Skuldlaus.is og inniheldur annars vegar fréttir, fróðleik og efni af vef Skuldlaus.is en er hins vegar áminning um einfalda sparnaðarleið, Sparikrukkuna.

Skráðu þig og fáðu vikulega tölvupóst með áminningu um sparnaðinn ásamt fróðleik um fjármál.

 

Sparikrukkan byggir á því að við spörum 100 krónur í fyrstu viku ársins og hækkum sparnaðinn um 100 krónur í hverri viku allt árið. Í lok árs hefur vikulegur sparnaður hækkað úr 100 krónum í 5200 krónur og samtals verða 137.800 krónur í krukkunni í lok árs.

Í hverri viku fá skráðir þáttakendur tölvupóst með áminningu um að spara en einnig fræðslu og hugmyndir um hvernig við getum sparað og sett vikulega í sparikrukkuna.

Hægt er að byrja sparnaðinn hvenær sem er því hér að neðan má sjá hve mikið er í krukkunni í hverri viku og því aðvelt að byrja með þá upphæð og halda svo áfram með okkur.

Árið 2015 tóku rúmlega 1000 manns þátt í sparnaði með okkur.

sparikrukkan