Námskeið um fjármál og tilfinningar

Untitled-1

Fjármál eru feimnismál og meiri líkur eru á að fólk opinberi og ræði frekar sannleika um kynlf sitt en fjármál. En meðan fjármál okkar er í þoku er mjög ólíklegt að við gerum okkur grein fyrir raunverulegri stöðu og getum sett okkur raunhæf markmið.

Þjóðsagan um að lífið verði gott þegar við greiðum upp skuldir og að hamingjan birtist með látum þegar við erum frjáls frá lánadrottnum hefur órjúfanleg áhrif á líf okkar. Stress, kvíði, reiði, skömm og þreyta lita líf okkar meðan við sitt á hvað klifrum metorðastigann eða endurskipuleggjum og leiðréttum skuldastöðu. Margir missa móðinn og gefast upp á baráttunni. Margir tapa vináttu og fjölskyldutengslum. Stundum virðist enginn sannarlega hamingjusamur nema hann skuldi ekkert og vaði í seðlum. En fjárhagsvandamálin eru ekki skuldirnar eða upphæðir þeirra. Vandamálið er vandlega falið í viðhorfum okkar gagnvart peningum og skömminni við að skulda.

Þetta er því ekki enn eitt námskeiðið um sparnað og fjármálalæsi. Þér er einfaldlega boðið að fara að hugsa öðruvísi um peninga. Farið yfir helstu þætti þess hvers vegna við högum okkur eins og við gerum varðandi fjármál. Farið er yfir hvernig tilfinningar okkar rugla fjármálin og hvað ber að varst. Kenndar eru einfaldar aðferðir til að yfirstíga ótta og kvíða og ná tökum á sjálfum sér og lífinu. Þetta er hin eina sanna leið til að taka til í  fjármálunum.

Þetta námskeið er tileinkað tilfinningunum og upplifuninni við það að skulda, og leiðum til að lifa róleg og óhrædd með skuldunum okkar.

Samhliða námskeiðinu verður boðið upp á einstaklingsviðtöl og ráðgjöf ef þörf þykir. Til dæmis fyrir þá sem eiga erfitt með hópavinnu, þjást af félagsfælni, athyglisbrest, kvíðaröskun eða annars konar hindrunum.

Námskeiðið verður haldið á Reykjanesi í sptember. Staður og stund auglýst síðar. Skráning fer fram í síma 771-9737

namskeid