Námskeið 18. febrúar í Reykjanesbæ

Untitled-1

Næsta námskeið í fjármálahegðun verður þann 18. febrúar í Reykjanesbæ. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum (MSS) í Krossmóum 4.

Að venju verður farið yfir undarleg háttarlag okkar í fjármálum, rætt um fjárhagslega streitu og hvernig við getum með einföldum aðferðum bætt fjármál okkar,  og það sem mikilvægast er, líðan okkar.

Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er sambland af fyrirlestrum og fjarkennslu.

  1. Fyrst er 3 klst. námskeið um fjármálahegðun okkar
  2. Næstu fjórar vikur fær fólk fjarkennslu og stuðning á meðan það vinnur verkefnin heima
  3. Fjórum vikum síðar er klukkustundar endurmat þar sem fólk deilir reynslu sinni og fær viðurkenningu fyrir vel unna vinnu

Takmarkað sætaframboð er að þessu sinni og því mikilvægt að skrá sig fyrr en síðar.

Hér má lesa nánari upplýsingar um námskeiðið á vef MSS

Smellið á hnappinn hér að neðan til að skrá þig strax á námskeiðið.

skrá-mig-MSS

bokhaskoalprent-ofan-post