Leiðbeiningar fyrir heimilisbókhald Skuldlaus.is

Besta og árangursríkasta leiðin til að bæta fjármálin er að hafa fullkona yfirsýn yfir þau. Þá hefur reynst vel að skrá heimilisbókhald. Skuldlaus.is hefur útbúið heimilisbókhald sérstaklega til þess að auðvelda okkur þessa skráningu.

Heimilisbókhaldið er auðvelt að vinna. Við skráum allar tekjur og útgjöld og skjalið reiknar út fyrir okkur og raðar upp svo við getum auðveldlega séð hvernig við notum peninginn okkar.

 

flýtivalHeimilisbókhaldið samanstendur af 15 síðum. Til vinstri á öllum síðunum er flýtival á allar síður.

Fyrst eru einfaldar leiðbeiningar.

Ársyfirlit

(Smelltu hér til að horfa á Skýringarmyndband fyrir Ársyfirlit)

Ársyfirlitið er eins og mælaborð fyrir dagleg fjármál heimilisins. Efst má sjá hvort tekjur eru hærri en útgjöld. Grænt táknar að tekjur séu hærri en útgjöld. Rautt þýðir að útgjöld eru hærri en tekjur. Þá þarf að lækka útgjöld eða hækka tekjur. Línuritið sýnir þróun tekna og útgjalda á árinu. Tafla neðst sýnir sundurliðaða áætlun og raunverulega stöðu tekna og útgjalda eftir yfirlokkum.

Áætlun

Áætlun er yfirlit þar sem við sjáum tekjur og útgjöld og getum bætt við áætlun um tekjur og útgjöld. Markmið okkar á alltaf að vera að tekjur séu hærri en útgjöld. Á þessari síðu er tiltölulega auðvelt að horfa á alla útgjaldaflokka og velja hvar við lækkum útgjöld til að koma út í plús. Allir gulir reitir eru til að skrá áætlanir. Til ða gera áætlun horfir þú á útgjöld síðasta mánuðar og skráir inn áætlaða upphæð útgjalda fyrir núlíðandi mánuð.

Janúar til desember

Við skráum öll útgjöld og tekjur einn mánuð í senn. Auðveldasta leiðin er að safna kvittunum um leið og við verslum og skráum útgjöldin þegar við komum heim.

Til að auðvelda okkur þá er aðeins hægt að skrá tölur í gula reiti. Allt annað er læst.

útgjöld

 

 

Útgjöld

Í hverri línu eru sex dálkar. Fyrsti dálkur dags. er dagsetningin hvenær við verslum eða greiðum fyrir vörur eða þjónustu. Við veljum viðeigandi dagsetningu úr flettilista.

Annar dálkur er Yfirflokkur. Yfirflokkar eru 10 og veljum viðeigandi yfirflokk úr flettilista.

  1. Matur
  2. Bíll og samgöngur
  3. Húsnæði
  4. Föt
  5. Afþreying
  6. Fastur kostnaður
  7. Sparnaður
  8. Skólar og námskeið
  9. Lyf og heilsa
  10. Afborganir lána

Þriðji dálkur er Undirflokkur og þar skýrum við nánar hvaða vörur eða þjónustu við erum að versla (t.d. matur/matarkaup, Bíll og samgöngur/Eldsneyti, eða Lyf og heilsa/tannlæknir)

Fjórði dálkur er Upphæð og þar skráum við heildarverð fyrir hver kaup á vörum eða þjónustu.

Fimmti dálkur eru til að skrá athugasemdir við hverja greiðslu.

Sjötti dálkur sýnir eftirstöðvar tekna, hvað við eigum mikinn pening eftir greiðsluna.

Undirflokkun útgjalda

samantekt-manÖll útgjöld eru flokkuð undirflokka. Í þessa flokka skráum við nánar hvert útgjöldin okkar fara, til dæmis mikið fór í mat fyrir vikuna, hve mikið fór í samgöngur og svo framvegis. Við nefnum hér aðeins dæmi um flokkun:

* Matur: í þessum flokki eru allar innkaupaferðir í matvöruverslanir, snakk, nammi og gos, kaffihús, skyndibiti, veitingastaðir og fl.

* Bíll og samgöngur: Bensín eða dísel á bílinn, tryggingar fyrir bílinn, strætókostnaður og fleira sem við greiðum til að ferðast á milli staða. Afborganir bílalána, stöðumælasektir, hraðasektir.

* Húsnæði: Húsaleiga, afborganir húsnæðislána, hiti og rafmagn, sameign, húsfélag og allt sem telst rekstur húsnæðis (ljósaperur, málning, viðhald eignar), aðkeypt þjónusta (rafvirki, pípari, smiður og þeirra vinna eða vörur). Heimasími.

* Fatnaður: Öll föt sem við kaupum, skór, fatahreinsun, fata- og skóviðgerðir og annað sem tengist fötum og skóbúnaði.

* Afþreying: Allt sem ekki er daglegur heimilisrekstur og styttir okkur stundir. Kaffihúsaferðir, bíó og leikhús, gos, sælgæti, ís og snakk, sjónvarpstæki, tölvur, farsímar, internet, farsímareikningar, áskriftir tímarita og dagblaða, áhugamál, íþróttir, félagsstarf.

* Fastur kostnaður:

* Sparnaður: Skammtímamarkmið okkar er að spara 2.500 krónur á viku en þú getur skráð allan þann pening sem þú sparar. Sparnaður eru útgjöld sem við höfum ekki ráðstafað.

* Skólar og námskeið:

* Lyf og heilsa: Allt sem tengist heilsu okkar. Lyf, lækniskostnaður, vítamín, heilsugæsla.

* Afborganir lána: