Hjónanámskeið

panta-bok-fritt

Við höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðið Hjónabandið og fjármálin en þetta er fyrsta námskeiðið sem við höfum útbúið sérstaklega fyrir hjón, pör og sambýlisfólk. skrá-mig-MSS

Stærstur hluti ágreiningsmála í nútímahjónabandi er tengdur fjármálum. Ýmis konar streita og álag sem fylgir fjármálum færist yfir á sambandið við maka og börnin okkar. Áralangir feluleikir, feimni og skömm hafa óþarfa áhrif á það sem annars eru góð sambönd og hjónabönd.

Hjónanámskeiðið okkar er sett upp til að bæta almenn fjármál á heimilinu en sérstök áhersla er síðan lögð á að bæta samskipti og samvinnu. Þessu námskeiði ætlað að gera góð hjónabönd enn betri með því að styrkja samskipti og samvinnu með fjármálin. Farið er yfir hvernig fjármálin geta haft neikvæð áhrif á samskiptin, tilfinningarnar, börnin, viðhorfin, hugarfarið og hegðun okkar. Kenndar eru einfaldar leiðir til að að rétta af óþægileg samskipti og um leið gera fjármálin betri. Námskeiðið tekur eina kvöldstund og kennt á skrifstofu Skuldlaus í Reykjanesbæ.

Fyrsta námskeið verður í lok mars næstkomandi. Aðeins er pláss fyrir 6 pör á hvert námskeið og því gott að skrá sig á biðlista strax. Hópar eins og saumaklúbbar eða vinahópar geta bókað einkanámskeið. Almennt verð er 19.900 krónur fyrir hver hjón/pör. Innifalið eru námskeiðsgögn og 45 mínútna viðtal.

Skráning og allar nánari upplýsingar um námskeiðið í síma 699-4070 eða í tölvupósti: haukur@skuldlaus.is

 

Untitled-1