Gleðilegt nýtt ár

namskeid

Við hjá Skuldlaus.is þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári. Mörg verkefni voru hápunktar í starfi okkar og má þar nefna útgáfu bókarinnar Betri fjármál og kennslu í fjármálameðferð við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Ekki má gleyma Sparikrukkunni en um 1000 manns fylgdu okkur og voru áskrifendur að 52 greinum með fræðslu og sparnaðarráðum á árinu. Þeir sem fylgdu okkur alla leið söfnuðu að minnsta kosti 137.800 krónum.

Höfundur Skuldlaus.is kenndi væntanlegum félagsráðgjöfum fjármálameðferð á námskeiðinu Fjármálameðferð FRG313G á haustmánuðum. Námskeiðið var vel sótt og meðal annars kennt upp úr verkefnabókinni Betri fjármál, en tilraunaútgáfa af þeirri bók var gefin út í september. Bókin hefur fengið góðar viðtökur og hafa ráðgjafar og markþjálfar valið að nota hana með sínum skjólstæðingum. Nú þegar hafa hundruðir eintaka verið seld og stefnum við að endurbættri útgáfu núna strax í janúar.

Ný sparikrukka er farin af stað með breyttu sniði. Í stað þess að hækka sparnað um 100 krónur á viku eins og gert var í fyrra munum við spara fastar greiðslur, 2.500 krónur á viku. Þeir sem skráðir eru á póstlistann okkar munu fá vikulega fræðslu og hugmyndir um sparnað, og hvatningu til að fylgja okkur allt árið.

Við þökkum fyrir samfylgdina á árinu 2014 og vonum að þið njótið þeirrar fræðslu sem framundan er á árinu 2015.

Skuldlaus.is

bok-ofan-post