Gefa útrunninn mat

bok-ofan-post

Verslunin Kjöt og fiskur í Bergstaðarstræti í Reykjavík bjóða viðskiptavinum sínum upp á gefins matvöru. Vara sem komin er á síðasta söludag og er við að renna út er gefin. Pavel Ermolinski kaupmaður segir það betra fyrir sálina að gefa vörurnar en að henda þeim.

Skuldlaus.is fagnar þessu framtaki og skorar á aðrar verslanir að gera hið sama. Skuldlaus.is hefur hlotið gagnrýni fyrir hugmynd sína að selja mat sem er að renna út á 70-100% afslætti því fólk muni bara bíða þar til að allt rennur út.  Staðreyndin er sú að þeir sem raunverulega þurfa á slíkri aðstoð að halda munu þiggja hana ásamt einhverjum örfáum sem kalla mætti nískupúka. Aðrir munu halda áfram að kaupa nýjan mat.

Fyrst um sinn mun fólk að sjálfsögðu prófa en þeir sem ekki þurfa fjárhagsins vegna að kaupa gamlan mat eða fá gefins útrunnar vörur munu strax eða fljótlega snúa aftur til þess að kaupa nýjan mat.

Verslunareigendur þurfa því ekki að óttast það að öll verslun hrynji við það að selja ódýrt eða gefa útrunnar vörur. Þeir gætu þess í stað hlotið lof fyrir gott framlag til samfélagsins og sparað kostnað við förgun.

Hlekkur á fréttina á RÚV: Gefa mat í miðbænum

Untitled-1