Fjögur orð sem spara eldsneyti

Untitled-1

 

Eldsneytiskaup eru ein af stóru fjárútlátum heimilanna.    Og meðan eldsneytisverð hækkar að virðist endalaust  er orðið ansi áríðandi að við förum að vakna og hugsa. Í leit að minni fjárútlátum, liggur beint við að vilja eiga sparneytnari bíl, en það eru ekki allir þannig settir að þeir geti bara stokkið til og keypt nýjan bíl.

Við ætlum að byrja að spara strax í dag, jafnvel þótt þú eigir ekki sparneytnasta bílinn í götunni.  Við gerum það með því að spyrja okkur oft á dag: Hvernig ek ég núna?

Hér eru nokkur atriði um hugarfar sem sparar:

 • Labbaðu, hjólaðu eða taktu strætó þegar þú getur. Það er merkilega skemmtilegt…
 • Safnaðu saman erindum í eina stóra ferð. Það er dýrt að fara oft suttar ferðir og erindi.  Ekki fara á sitthvorum bílnum í heimsókn á sama stað.
 • Ef það tekur aðeins 10 mínútur, labbaðu. Til dæmis út í sjoppu eða búð.
 • Verslaðu ódýrasta eldsneytið. Ekki pæla í eldsneytisframleiðendum eða söluaðilum.  Kauptu það sem ódýrast er, alltaf!!
 • Dældu sjálf/ur á bílinn. Ef þú “kannt” það ekki, ekki vera feimin/n við að óska eftir aðstoð. Það er alltaf einhver sem er til í að hjálpa.  Líka á sjálfsafgreiðslustöðvunum.
 • Notaðu bensín með lægri oktantölu. Það er ódýrara.
 • Fáðu þér eldsneytiskort eða lykil hjá öllum sjálfsafgreiðslustöðvunum. Allar stöðvar bjóða upp á fyrirfram greidd kort,dælulykla eða plúskort sem eru tengd bankabókinni þinni, eða aðrar fyrirframgreiddar lausnir.  Ef þú átt kort frá öllum stöðvunum, getur þú verslað ódýrasta eldsneytið hverju sinni.

Nokkur atriði um aksturslag sem sparar:

 • Aktu á leyfðum hámarkshraða. Að aka innan hámarkshraða er orkusparandi. Þú ert líka að spara eldsneytið hjá þessum sem er að flauta á þig.
 • Ekki gefa of mikið inn. Að taka hressilega af stað á umferðaljósum er orkufrekt. Finndu þér aðferð til þess að taka þægilega af stað.
 • Aka á jöfnum hraða frekar en að sífelt gefa í og slá af.
 • Taktu til í bílnum. Þyngd eykur eyðslu og því er gott að taka allt sem ekki þarf að vera í bílnum og setja í geymsluna eða bílskúrinn.
 • Ekki hafa allt í gangi ef þess er ekki þörf. Afturrúðuhitari, hiti í sætum, loftkæling taka til sín orku. Ef þú þarft ekki að nota þetta, slökktu.

Það er orðið næsta vonlaust að rýna í eldsneytisverð. Það virðist fara upp og niður að eigin mætti þessa dagana. En við getum tekið til okkar ráða og bætt ökutækni okkar og hugsanahátt.

Fjögur orð sem spara eldsneyti: Hvernig ek ég núna?

namskeid