Fjármálafræðsla

namskeid

skuldlaus-superman

Smelltu hér til að bóka fræðslu eða námskeið.

Fjármál geta verið flókin. Mörg okkar er síendurtekið að komast í óefni og erfiðleika sem við eigum erfitt með að losna frá. Þessar flækjur köllum við fjárhagsvanda. Fjárhagsvandi er ekki bundinn við erfiðleika með peninga eða skuldir heldur er líklegt að tilfinningar okkar og líðan leiði okkur aftur og aftur í fjárhagslega erfiðleika.

Einkenni fjárhagsvanda geta verið eitt eða allt eftirfarandi:

  • Kvíði, áhyggjur eða vonleysi
  • Skortur
  • Enginn sparnaður
  • Miklar skuldir og yfirskuldsetningar
  • Gjaldþrot
  • Mikil vanskil
  • Samskiptaerfiðleikar og árekstrar við maka,börn, fjölskyldu, vina og/eða vinnufélaga
  • Geta ekki gert varanlegar breytingar á fjárhgslegri hegðun

Fjárhagsvandi leiðir til streitu sem hefur áhrif á daglegt líf okkar. Við upplifum einkenni streitu eins og svefnleysi, athyglisskort, vöðvabólgur, höfuðverki, litla eða enga matarlyst, kvíða eða þunglyndi. Það er mikilvægt að takast á við þessar mannlegu hliðar fjárhagsvanda strax.

Haukur Hilmarsson ráðgjafi býður upp á námskeið, fræðslu og fyrirlestra um fjármálahegðun. Á námskeiðunum eru verkefni og fræðsla um persónulega hegðun og venjur í fjrámálum og leiðir kynntar og kenndar til að snúa vörn í sókn. Fyrirlestrarnir henta vel fyrirtækjum, félagasamtökum og hópum sem vilja fá innsýn inn í hinn hulda heim ómeðvitaðrar hegðunar í fjármálum. Fræðslan er ætluð sem forvörn inn í hefðbundið skólanám, endurmenntun, og námskeið ýmis konar. Fræðslan miðar öll að því að kynnast og takast  á við hegðun og venjur sem leitt geti til fjárhagsvanda. Lesa má meira um fjárhagsvanda HÉR

Smelltu hér til að bóka námskeið eða fræðslu.  Allar nánari upplýsingar á skuldlaus(hjá)skuldlaus.is.

 

 

Ég hlakka til að heyra í þér og gangi þér vel.

Haukur

bokhaskoalprent-ofan-post