Fjármáladýrkun

panta-bok-fritt

Fjármáladýrkun (e. financial worship disorder) er röskun á eðlilegu jafnvægi í fjármálum.  Við misnotum peninga til að líða betur. Viðhorfið er að peningar veita öryggi, sjálfsvirðingu og/eða hamingju. Peningar og eignir eru eins og riddarinn á hvíta hestinum sem mun bjarga okkur og við finnum jafnvægi.

Þrátt fyrir fjárhagslega hegðun okkar, hindranir og skerðingar teljum við að til sé töfrasproti sem galdrar fram helling af peningum sem bjargar öllu. Okkur finnst sem peningar séu galdratæki en ekki verkfæri sem við notum vel eða illa.

Villan er að horfa á peningana sem lausn út úr vandanum en með því erum við að fela raunverulegan vanda. Við veljum að nota skyndilausnir í fjármálum í stað þess að leita eftir undirliggjandi vanda sem kemur ójafnvægi á fjármáin.

Lestu meira um fjárhagslega fjármáladýrkun hér:

Lestu einnig um fjárhaglega forðun:

 

Untitled-1