Fjármál og Tilfinningar – örnámskeið 11 febrúar

Untitled-1

Fyrirlestur

Fjármál og Tilfinningar er þriggja klukkustunda örnámskeið sem er tileinkað tilfinningum og upplifuninni við það að skulda, og leiðum til að lifa hamingjusöm með skuldunum okkar.

Fjárhagsáhyggjur og skuldavandi er vaxandi á Íslandi og nýlegar kannanir á vegum verkalýðsfélaga hafa sýnt að um 40% félagsmanna hafa fjárhagsáhyggjur og um 10% þeirra eru í alvarlegum skuldavanda. Í þessari stöðu finna margir til vanmáttar síns og fjármálin verða að skömm og leyndarmálum.

Það er allt annað en auðvelt að komast úr fjárhagslegri óreiðu til fjárhagslegs jafnvægis. Ástæðan er ekki vanþekking eða skortur á upplýsingum um hvað á að framkvæma. Vandinn er að framkvæma. Grunnástæða þess að ég hef sett saman námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf í fjármálum er að ég stóð sjálfur þessum sporum. Ég lifði í vanmætti og ótta gagnvart fjármálum mínum í mörg ár. Ég lofaði bót og betrun en tókst aldrei að standa við það. Ekki fyrr en ég fór leið sem var öðruvísi en flest önnur fjármálanámskeið bjóða. Þessi leið er nú í boði fyrir þig.

Við tölum um fjármál á mannamáli

Þetta gerum við með því að hugsa um þig en ekki skuldirnar. Stærsta vandamál þeirra með fjárhagsáhyggjur er nefnilega ekki skuldin sjálf eða upphæðir hennar. Vandamálið er viðhorfið okkar gagnvart peningum og skömmin við að skulda. Flest okkar sem erum á þessum stað í lífinu erum haldin þeirri meinloku að lífið verði ekki gott fyrr en við skuldum ekki, og að við getum ekki fundið til hamingju fyrr en við erum skuldlaus og frjáls.

Örnámskeiðið er 3 klukkustunda fyrirlestur um leiðina til betra lífs, líka fjárhagslega. Kenndar eru leiðir til að finna hugarró og verkefni kynnt sem hjálpa þér að snúa vörn í sókn fjárhagslega. Allir sem sitja örnámskeið skuldlaus.is fá að auki 45 mínútna einstaklings- eða pararáðgjöf sem er frábær viðbót til að ná betur tökum á nýjum markmiðum í fjármálum.

Vinna þín á þessu námskeiði getur fært þér fjárhagslegan ávinning, en ef miðað er við okkar reynslu mun hún einnig færa þér hugarró og innihaldsríkara líf.

Við trúum því að öllum geti liðið vel þrátt fyrir skuldastöðu

*Næsta námskeið er 11 febrúar hjá Lausninni Síðumúla 13, Reykjavík og stendur frá kl. 18 til 21.

Þátttökugjald er 5500 kr.

Fyrirframgreiðslu er krafist svo hægt sé að halda utanum fjölda þátttakenda.

Smelltu HÉR til að skrá þig

panta-bok-fritt