Námskeið

Skuldlaus.is býður upp á námskeið fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

skrá-mig-MSS

 

Betri fjármál fyrir þig

Mannlegt og fræðandi námskeið um fjármál einstaklinga og hvernig tilfinningar og hegðun okkar flækir málin. Fjallað er um tilfinningar, upplifanir, venjur, undarlegt háttarlag og fjármál.

Farið er yfir hvernig við notum bókhald og upplýsingar til að styrkja okkur í daglegum fjármálum. Kennd eru einföld ráð til að snúa erfiðum fjármálum heimilis í skipulag og ná tökum á aðstæðum.

Kennt er á verkefnabókina Betri fjármál.

Fyrirkomulag:

Námskeiðið er sambland af fyrirlestri og fjarkennslu.

  1. Fyrst er 3 klst námskeið um fjármálahegðun okkar.
  2. Næstu fjórar vikur fær fólk fjarkennslu og stuðning á meðan það vinnur verkefnin heima.
  3. Fjórum vikum síðar er klukkustundar endurmat þar sem fólk deilir reynslu sinni og fær viðurkenningu fyrir vel unna vinnu.

Ummæli þátttakenda á þessum námskeiðum:

  • “Langaði bara svo að segja þér hvað ég er ánægð með námskeiðið þitt… mest samt af því það opnaði augun mín fyrir svo ótrúlega mörgu í lífinu! Hefur því kannski minnst að gera með fjármál – en þú hefur komið með svo marga punkta sem hafa ýtt við mér”
  • “Ég vissi ekki að það væri hægt að gera fjármál svona skemmtileg”
  • “Örugglega skemmtilegasta fjármálanámskeið í heimi”
  • “Frábært!!”
  • “Ég kom hingað til að læra um bókhald en þetta er miklu skemmtilegra”
  • „Það tók mig þrjár vikur að ná tökum á fjármálunum mínum og vera ekki peningalaus í síðustu viku mánaðarins. Ég held það hafi ekki gerst síðan dóttir mín fæddist og hún er 14 ára“
  • „Ég hlakka til að laga fjármálin mín“

Kennari:

Haukur Hilmarsson ráðgjafi og sérfræðingur í fjármálahegðun.

 

[eme_events]

[eme_calendar]