Fjármál í samböndum

bok-ofan-post

Flest okkar sem erum í samböndum deilum fjármálunum að hluta eða að mestu leiti með maka okkar eða sambýlingi. Við tökum þátt í að greiða reikninga, deilum innkaupum til heimilis, eldsneyti á bílinn, föt á börnin, afþreyingu og alls kyns annnari vöru og þjónustu sem tengist okkar daglega lífi.

Hvert einasta samband á sér sitt eigið form fjármála sem þróast hefur með tímanum. Í upphafi þegar við vorum að kynnast voru fjármálin eðlilega aðskilin því við erum tveir einstaklingar. En eftir því sem tíminn líður fara daglegar athafnir að aukst og taka á sig mynd samvinnu. Við förum að deila matarpeningum, greiða fyrir hvort annað og styðja hvert annað. Síðan myndast einhvers konar form fjármála heimilisins. Og hvert samband á sér sína mynd á fjármálum. Allt frá því að vera algerlega aðskilið og skipulagt til þess að vera alger óvissa.

Flest ef ekki öll sambönd ganga í gegnum einhverja erfiðleika í fjármálum. Sum rétta sig af sjálf en önnur flækjast því miður í vef fjárhagsvanda.

Heilbrigð sambönd byggja á samvinnu. Fjármálafeimni og falið stríð við skuldir okkar grefur undan heilbrigðum samskiptum við maka okkar. Við fyllumst kvíða og andvökunóttum fjölgar. Makinn jafnvel spyr hvort eitthvað sé að en við getum ekkert sagt. Við höldum áfram að reyna að laga vandann og spenna myndast í samskiptum.

Fjárhagslegt álag í samböndum er algengt. Mörg rifrildi og ósætti í samböndum er vegna fjármála og fjárhagsvandi eða fjárhagslegur óheiðarleiki er algeng ástæða skilnaða.

Samskipti para er oft flækt í þessum fjárhagslega óheiðarleika. Lygi sem ein og sér skaðar ekki sambandið en getur byggt upp spennu sem síðar skaðar sambandið. Kannanir sýna að einn af hverjum þremur sem eiga sameiginleg fjármál með maka eða sambýlingi hafa logið til um fjármálin og falið hluta þeirra fyrir hinum aðilanum. Flestir af þessum einstaklingum telja að þetta hafi skaðað sambandið.

Dæmi um eina slíka lygi er þegar við svörum Já, ég er búin/n að greiða þennan reikning en sannleikurinn er að við gleymdum því eða frestuðum því of lengi.

Önnur algeng lygi er þegar við segjum “Já, við höfum efni á þessu” en sannleikurinn er að við munum finna leiðir til að redda þessu síðar.

Enn ein lygin er að “mínir peningar eru þínir peningar. Þrátt fyrir þetta viðhorf þá felur fólk í mörgum tilfellum ýmis konar kaup og eyðslu fyrir maka sínum. Þessir einstaklingar eiga falinn bankareikning, kreditkort eða felustað fyrir reiðufé sem það notar í sjálfa sig án vitundar maka.

Í grunninn er þessi lygi og feluleikir afleiðing á okkar eigin óöryggi. Fjármálin sjálf eru einföld því þau eru bara tölur á blaði. En þegar við eigum erfitt með að ná endum saman eða skuldir vaxa eins og illgresi þá fara tilfinningar okkar að hafa áhrif. Ótti við álit makans og ótti við höfnun vegna óreiðu í fjármálum er oft nóg til þess að við náum ekki að taka til í fjármálunum. Við jafnvel gerum illt verra í viðleitni okkar til að lagfæra vandan um leið og við felum ástandið fyrir makanum. Lausnin felst í að tala saman og skoða hegðun okkar í fjármálum og viðurkenna það fyrir maka okkar og þeim sem við viljum treysta. Skoða hvernig þið vinnið ykkur saman út úr vandnaum.

Ef þú ert í þeim sporum að geta ekki sest niður með maka og unnið á fjármálavanda ykkar þá bíður Skuldlaus.is  upp á pararáðgjöf þar sem sambúðarfólk og hjón fá tækifæri til þess að yfirstíga hindranir saman og samstilla fjármálin þannig að þau virki með þeim en ekki gegn þeim.

Ekki láta pening standa í vegi fyrir hamingjunni.

bokhaskoalprent-ofan-post