Ástæður yfirskuldsetninga

bok-ofan-post

Árið 2005 kom út bókin Not waving but drowning eftir Antony Elliot. Bókin byggir á niðurstöðum tilviksrannsóknar á yfirskuldsetningu (e. over-indebtedness) 36 bandarískra heimila. Samkvæmt Elliot er það almenn alhæfing að yfir-skuldsetning og fjárhagsvandi fólks stafi af því að á einhverjum tímapunkti verður eitthvað til þess að fólk hefur enga stjórn á fjármálum sínum og það getur ekki lengur unnið sig út úr skuldastöðu sinni. Rannsókn Elliot leiddi hins vegar í ljós að þessi alhæfing átti ekki við um öll þau heimili sem hann rannsakaði. Í þeim tilfellum voru það ákvarðanir fólksins og lánastofnana sem leiddu til yfir-skuldsetninga.

Elliot telur upp þrjá þætti sem helst skýra yfirskuldsetningu:

  1. Innri og ytri þrýstingur, svo sem félagslegur eins og að viðhalda status eða krafa um aukin útgjöld frá maka eða fjölskyldumeðlimum.
  2. Barnsleg hugsun (e. naïve), óupplýst eða fífldjörf fjármál þar sem viðhorfið er að aðstæður muni einhvern veginn lagast eða gera sér ekki grein fyrir afleiðingum skulda eða kostnaði þeirra.
  3. Lánastofnanir meðvitað freista skuldurum með viðhorfum um að skuldsetning sé auðveld og einföld. Svar allra í rannsókn Elliot við því hvers vegna lán voru tekin var að þetta var of auðvelt (Elliot, 2005).

Við teljum að niðurstöður Elliot geti hjálpað okkur almenningi að skilja hvernig lánastofnanir og bankar vinna og nýta sér stöðu okkar þegar lán og önnur viðskipti eru veitt.

Við munum á næstunni birta fleiri niðurstöður úr rannsókn Elliot en þeir sem vilja lesa meira geta nálgast þetta merka rit óþýtt hér: Over-indebtedness_Publication

panta-bok-fritt