Áramótaheit 2018

Untitled-1

Það er eðlilegt að strengja heit á tímamótum. Oft eru tímamótin áföll eða beytingar í lífi okkar en áramótin eru líka tími til breytinga. Þá upplifum við nýtt upphaf, það gamla er liðið og að baki og framtíðin óskrifað blað. Tímamót til að læra af reynslunni.

markm-01

Áramótaheit eru markmið. Í eðli sínu eru öll markmið einföld þar sem við erum á einum stað í lífinu og viljum á annan. B (markmiðið) er betra en A (staða okkar). Við horfum til baka og sjáum hvernig síðasta ár var og sjáum þá oft hvað mætti betur fara, til dæmis í fjámálum. Til eru tvær tegundir áramótaheita. Þau sem við strengjum út frá vel hugsðu máli og síðan þau sem við strengjum út frá tilfinningum okkar. Megin munurinn á þessum tveimur tegundum markmiða er viljinn til að ná þeim.

Rökhugsuð áramótaheit

Vel hugsuð áramótaheit eru köld, skýr og útreiknuð. Þar hafa tilfinningar lítil áhrif heldur vel athuguð staða okkar notuð til þess að taka ákvarðanir og stefnur. Við vitum hvar við stöndum (A) og við höfum tekið saman hvernig (B) er betra. Við höfum fundið út með athugunum eða erum nokkuð viss um að markmiðið er rökrétt og að við gætum máð því. Við gætum sundurliðað markmiðin okkar á blaði eða sett þa ðupp í Excel. Það er úthugsað og við vitum hvert lokatakmarkið er. Upplifunin er að ná betri árangri. Okkur mun líða betur að bæta okkur.

Dæmi um úthugsuð áramótaheit er að halda á fram að bæta hreyfingu eins og göngur, hlaup og íþróttir sem við höfu mstundað og þekkjum nokkuð vel takmörk okkar. Við til dæmis vitum að við getum hlaupið 10 km á einni klukkustund og við setjum okkur markmið að bæta það, eða við vitum að við getum sparað 20.000 krónur á mánuði og við ætlum að halda því áfram.

Tilfinningaleg áramótaheit

Hin tegund áramótaheita eru tilfinningalegu heitin. Öfugt við úthugsuðu markmiðin þar sem við setjum stefnuna á lokatakmarkið (B) þá höfum við tilfinningalegt markmið, við viljum forðast stöðuna okkar (A). Tilfinningaleg markmið eru þá knúin af ótta, reiði, skömm eða sorg. Þessar tilfinningar eru öflugir drafkraftar því við finnum sterkan vilja til þess að forðast erfiðar tilfinningar og til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Komast út úr sorg, reiði, ótta eða kömm yfir í þægilegri og öruggari upplifun. Upplifun okkar verður að við viljum forðast óþægindin. Okkur mun líða betur við að minnka óþægindi og erfiðar tilfinningar.

Dæmi um tilfinningaleg markmið er að við vitum að við erum heilsulítil og höfum fengið viðvörun frá lækni að ef við hreyfum okkur ekki þá munum við missa heilsuna. Við veljum okkur einhverja íþrótt og hreifingu og setjum okkur einhver markmið til þess að losna við óttan við aða missa heilsuna. Annað dæmi er að við erum í fjárhagsvanda og þurfum að borga skuld til að missa ekki húsið og lenda ekki á götunni. Við notum því þann pening sem er til og borgum án þess að úthugsa hvort þessi peningur þurfi að fara annað, til dæmis í mat.

Ég útbjó Betri fjármál verkefnin til þess að takast á við tilfinningalegu áramóteheitin. Verkefnin eru gerð til þess að hjálpa okkur að finna stöðu okkar í fjármálum, finna hvað veldur erfiðum tilfinningum og síðan vinna okkur út úr þeim. Við búum til fjárhagsáætlun og við metum og endurmetum hvernig okkur gengur, hvort markmiðin séu raunhæf og það sem ég tel mikilvægast, hvernig okkur líður á meðan við erum að laga fjármál.

Núna í janúar verður hægt að vinna Betri fjármál verkefnið á netinu. Það hefur í raun aldrei verið eins auðvelt að setja sér áramótaheit í fjármálum.

Skráðu þig hér fyrir neðan og fáðu leiðsögn þér að kostnaðarlausu í gegnum Betri fjármál.

 

Skráning:

namskeid