Afsláttur olíufélaganna

Untitled-1

Öll olíufélögin bjóða okkur afslætti ef við dælum sjálf. Mismikill afsláttur en 2 til 3 krónur virðast vera algengast og 6 krónur ef þú velur að versla alltaf á sömu dælunni hjá sama olíufélaginu.

En hvað er 2 krónur mikill afsláttur?

2 krónur af lítranum á lægsta bensínverðinu* er 0,79% (*254,30 kr. hjá Orkunni 23. október 2012)

Ef við setjum það í annað samhengi þá er 0,79% jafngildi:

  • 2,76 króna afsláttar af 2 lítra kókflösku úr kælinum í Hagkaup.
  • 552 króna afsláttar af 69 þúsund króna 66°N úlpu.
  • 77 þúsund króna afsláttar af 9.8 milljón króna Land Cruiser.

Hvað erum við að græða á því að vera holl „uppáhalds“ olíufélaginu okkar?

Ef þú ekur 15 þúsund km á ári** kaupir þú bensín fyrir 381.450 kr 

Þú færð 3000 kr í afslátt á ári.***

(**miðað við  að bíll eyði að meðaltali 10 ltr. á hverja 100km)

(*** miðað við 2 krónu afslátt með dælulykli)

bokhaskoalprent-ofan-post