Vinnufíkn

panta-bok-fritt

Samfélagið viðurkennir vinnufíkn. Gamlar sögur af dugmiklum sjómönnum og hörkuduglegu fólki skekkir hugarfar fólks og þeir sem eru háðir vinnu sinni sem sjá það sem mannkosti og dyggð að vinna mikið.

Vinnufíklar trúa því að peningar og vinna geri þau og fjölskyldur þeirra hamingjusamari, þau sjálf mikilvæg og að þetta auki sjálfsvirðingu þeirra. En sannleikurinn er oftar en ekki að vinnufíklar eru of uppteknir af vinnu til að sinna maka, börnum, ættingjum, afþreyingu og áhugamálum, svefnþörf, heilsu. Af þessu leiða mikil sambúðarvandamál, kvíði og streita, þunglyndi, vinnustreita, óánægja í starfi, og heilsufarsvandamál.

Vinnufíklar elta elta ekki bara peninga. Að þeirra sögn líður þeim oft best í vinnunni og bestu vinirnir eru vinnufélagarnir. Sjálfstraust er mikið í vinnunni og þar eru vinnufíklar mikilvægir og öruggir. Þeir eru betur inni í hlutum í vinnunni en annars staðar. Ég hef heyrt fólk segja frá því að þau þekktu ekki foreldra sína vegna þess þeir voru aldrei heima – alltaf að vinna.

Aukin vinna og auknir fjárhagslegir ávinningar eru ekki leiðin til hamingju. Áratuga rannsóknir í félagsvísindum sýna að þegar tekjur þínar færa þig upp úr  fátækt þá er engin tenging lengur á milli peninga og hamingju. Eins og með aðrar fíknir er vinnufíkill að vinna til að forðast óþægilegar tilfinningar, einveru eða lágt sjálfsmat. Vinnufíklar fá adrenalín kikk út úr vinnutörnum en falla svo í lægðir á milli og upplifa kvíða, þunglyndi og óþolinmæði. Til að losna við þessar erfiðu tilfinningar fara vinnufíklarnir í aðra vinnutörn. Vinna verður það eina sem róar tilfinningar þeirra og þau ánetjast henni.

Lestu meira um fjárhagslega fjármáladýrkun hér:

Lestu einnig um fjárhaglega forðun:

panta-bok-fritt