Verður tjaldað við Costco?

panta-bok-fritt

Verslanakeðjan Costco mun opna dyrnar á fyrsta stórmarkaði sínum á Íslandi næstkomandi þriðjudag. Við fundum fyrir áhrifum þessa lágvöruverðsrisa fyrir nokkrum mánuðum, til dæmis þegar Sólning ákvað að lækka verð á dekkjum um 40%. Heildsalar voru sagðir leita betri innkaupsverða og fólk sótti um aðild að Costco mörgum mánuðum fyrir opnun.

En nú opna þeir loks á þriðjudag og að sögn verslunarstjóra þeirra óttast þeir svo mikla örtröð að þeir hafa samið við björgunarsveitir um aðstoð við verslunina. En hvers vegna er þörf á umferðarstjórnun á fyrsta opnunardegi verslunar sem stefnir að því að vera opin árum saman?

Skynsamlegast væri að fólk tæki því rólega og gerði sér ferð í verslunina þegar það vantaði eitthvað til heimilisins rétt eins og það gerir í hverri annarri verslunarferð. En hér virðist ekki vera nein skynsemi. Tilfinningar eru allsráðandi. Dæmi um þetta eru fjölmörg eins og þegar Lindex opnaði eða þegar fólk stóð í röðum við Dunkin Donuts. En hvað drífur okkur áfram og fær okkur til að stíga svo langt út fyrir eðlilega hegðun okkar og það aðeins fyrir dauða hluti?

Eftirvænting er ríkjandi upplifun þeirra sem eru tilbúnir að gista fyrir utan verslun á Hverfisgötu í tvo daga til þess eins að eignast strigaskó. Eða verða fyrst til að eignast nýjasta farsímann. Sama á við um kleinuhringi, leikföng og vera fyrst til að sjá verðin og vöruúrvalið í Costco.

En af hverju er fólk að bíða í röðum? Af hverju kemur það ekki bara daginn eftir eða viku síðar?

Svarið er taugaboðefnið dópamín en það hefur áhrif  á verðlauna- og vellíðunarstöðvar heilans. Það er algengur misskilningur að halda það að dópamínframleiðslan fari af stað þegar við fáum verðlaunin í hendurnar. Það er eftirvæntingin og biðin eftir því að fá verðlaunin sem veldur því að dópamínframleiðslan fer af stað í líkamanum. Því meiri sem óvissan er um hvort og hvenær við fáum verðlaunin því meiri verður dópamínframleiðslan, eða með öðrum orðum, því meiri sem spennan er því meiri er dópamínframleiðslan. Tilfinningunni mætti líkja við það þegar við bíðum eftir því að opna jólapakkana.

Þetta hefur sem sagt lítið með frábærar verslanir eða vörur að gera. Við erum þá ekki svona svakalega miklir aðdáendur kleinuhringja, farsíma, fatnaðar eða lágverðsmatvöru. Þetta er bara fíkn í vellíðan. Við erum að misnota peninga til að líða betur.

Stór hluti landsmanna nota peninga og muni sem verðlaun og til að auka vellíðan. Samkvæmt viðhorfskönnun Skuldlaus.is er aðdáun annað líklegasta viðhorfið til fjármála (ofurárvekni líklegast). Fjárhagsleg aðdáun, á ensku financial worship disorder, er eitt af ómeðvituðum hegðunarmynstrum okkar í fjármálum. Í stuttu máli sú hegðun sem við myndum líklegast sýna ef við látum tilfinningar okkar ráða.  Peningar og munir verða að verðlaununum okkar. Dæmi um slíka hegðun er ofeyðsla, yfirskuldsetning, kaupæði, söfnunarárátta, vinnufíkn, fylgjast ekki með eigin fjármálum, gleyma eigin fjárhagsstöðu, gefa öðrum pening án þess að eiga efni á því, eða vera fjárhagslega háð öðrum. Við erum líkleg til að eiga litlar eignir og vera föst í hringiðu eilífra skulda, t.d. vegna yfirdráttarlána eða kreditkorta.

Lausnin er hér á Skuldlaus.is. Aðferðin okkar hjálpar þér að fá yfirsýn á fjármálin og finna grunnástæðu þess að peningar eru orðnir eins og fíkniefni í okkar lífi.

Bættu fjármálin þín strax í dag!!

 

namskeid