Útgjaldabókhald 2017

Untitled-1

Útgjaldabókhald 2017 er einfalt Excel skjal sem hjálpar okkur að safna saman öllum útgjöldum og fá einfalda yfirsýn yfir hvert peningarnir okkar eru að fara. Skjalið bíður upp á að útbúa áætlanir og hjálpar okkur að setja markmið í sparnaði. Að auki er hægt að velja hvaða útgjöld eru fastar greiðslur og hverjar eru dagleg útgjöld og hvort þessi útgjöld séu þarfir til heimilis eða langanir. Við getum síðan valið hvort við viljum að útgjöldin verði hluti af áætlun næsta mánaðar. Til dæmis ef við erum að versla mat eða eldsneyti þá er það hluti af áætlun næsta mánaðar en ef útgjöldin eru einstök (ekki framkvæmt oft á ári), t.d. utanlandsferð, þá getum við sleppt þeirri upphæð í áætlun næsta mánaðar.

Við getum valið sparnað í skjalinu og mælum við sérstaklega með því. Þar eru þrjá leiðir. Fyrst er fastur mánaðarlegur sparnaður sem við veljum, t.d. 5000 krónur á mánuði. Önnur leiðin er 10% af tekjum en þá reiknar skjalið út 10% af útgreiddum tekjum sem mánaðarlegan sparnað. Þriðja leiðin er Sparnaður samkvæmt áætlun en þá leggur skjalið saman hvað þú eyddir í sparnað í þessum mánuði og áætlar það sem sparnað í næsta mánuði.

Endilega hlaðið niður skjalinu og byrjið að skrá niður útgjöldin, gera áætlanir um útgjöld næsta mánaðar og það sem mikilvægast er, spara.

Athugið að þetta skjal er tilraunaútgáfa. Ef þú ert með athugasemdir eða hugmyndir um skjalið, uppsetningu eða nytsemi endilega sendu mér tölvupóst á haukur@skuldlaus.is

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að hlaða niður skjalinu.

bf-28-10-1

bf-28-10-1 (uppfært 09.01.2017 kl.12:30)

 

 

 

bok-ofan-post