Fyrirlestrar

namskeid

Skuldlaus.is heldur reglulega fyrirlestra um mannlegu og sálrænu hlið fjármálanna. Þetta eru ekki fyrirlestrar eins og flestir aðrir þar sem horft er á markmið þess að ná árangri og lækka skuldir. Okkar markmið er að kenna þér að líða vel og síðan lækka skuldir. Það gerum við með því að hugsa um þig en ekki skuldirnar.

 

  • Lífið með skuldunum

Hefðbundin fjármálanámskeið kenna okkur fjármálalæsi og hvetja til þess að ná tökum á fjármálunum svo okkur geti liðið vel. Haukur Hilmarsson ráðgjafi og höfundur www.skuldlaus.is hefur gagnrýnt þessa aðferðafræði og telur að í stað þess að einblína á að standa sig vel í fjármálum hafi vellíðan miklu meiri og varanlegri áhrif á fjármál fólks. Þess vegna hefur hann sett saman fyrirlesturinn Lífið með skuldunum þar sem hann kynnir hvernig þú leggur áherslu á að hugsa vel um þig svo þú getir síðan bætt fjármálin.

Á fyrirlestrinum er farið yfir tilfinningar og hugarfar gagnvart fjármálum og leiðir til að bregðast betur við þeim. Einnig verða kynntar nokkrar einfaldar aðferðir til að bæta fjármálin en þeim getumvið síðan beitt sjálf þegar heim er komið.

Ummæli þátttakenda:

„Ég er byrjaður að hugsa um, í hvað fara peningarnir og að ég hafi val í hvað peningarnir fari í“ – Heiðar Már

 

Allir sem sitja þennan fyrirlestur fá 45 mín. ráðgefandi eftirfylgd.

Almennt verð er 7500 kr en 5500 kr ef skráð er gegnum heimasíðuna.
  • Fjármál á 300

Fjármál á 300 er stóri fyrirlesturinn pakkað saman í 45 mínútur. Hentar félagasamtökum og fyrirtækjum vel.

Skuldlaus.is heldur Fjármál á 300 frítt ef málefnið er gott. Hægt er að óska eftir fríum fyrirlestri með því að senda okkur tölvupóst á skuldlaus@skuldlaus.is.

 

bokhaskoalprent-ofan-post