Tvær góðar kreditkortareglur

panta-bok-fritt

Kreditkortaskuldir og kostnaður eru einn versti óvinur okkar skuldarana og ein helsta fyrirstaðan á leið til fjárhagslegs frelsis. Kreditkort eru ein lúmskasta skuldaverksmiðja sem við höfum í fórum okkar.  Hér er ágætis regla um notkun kreditkorta sem hljóðar svo:

Regla 1: Borgaðu alla kreditkortareikninga upp um hver mánaðarmót

Regla 2: Ef þú brýtur reglu númer 1, klipptu kortið þitt.

Ástæða? Jú, ef þú getur ekki greitt upp kreditkortareikninginn ertu að auka skuldir þínar.  Þótt þú ”geymir” hluta greiðslunnar til næsta mánaðar, eða dreifir henni, ertu alltaf að greiða vexti og kostnað.  Ef þú nærð ekki að greiða allan reikninginn ert  þú væntanlega að ofeyða eða undirþéna og þú þarft að yfirfara mánaðarlegan rekstur þinn strax.  

Finnum orsökina núna, ekki ýta henni á undan með kreditkortum og safna skuldum og kostnaði.

Untitled-1