Þurfa peningarnir að fara þangað?

Mörg lífsgæði okkar eru þarfir. Við þurfum húsnæði, mat og föt. Við þurfum hita í hús og rafmagn. Við þurfum að huga að heilsu.

Þegar við skráum hjá okkur útgjöld þá sjáum við hvaða lífsgæði við erum að borga fyrir og hvað þau kosta. Við sjáum hvernig við veljum okkur lífsgæði. Við förum út í búð og við verslum það sem okkur þykir gott eða við verslum það sem við erum vön að hafa í matinn. Við veljum okkur þægileg föt og við veljum húsgögn. Sumt veljum við af gömlum vana og erum löngu hætt að spá í hvað það kostar eða hvar við kaupum það. Ef það vantar mjólk þá kaupum við mjólk. Það er okkar vani.

En hvað kostar vaninn okkar? Þegar við spyrjum okkur hvort peningarnir þurfi að fara í það sem við kaupum þá erum við að spyrja hvort við veljum að kaupa ódýra vöru eða dýrari. Þá spyrjum við hvort við þurfum að aka bílnum eins mikið og við gerum eða hvort við þurfum áskriftir að mörgum sjónvarpsstöðvum. Við spyrjum okkur hvort við viljum borða nammi svona oft í viku. Við skoðum öll okkar lífsgæði og tökum ákvörðun um hvort það sé þörf á að kaupa þau. Við breytum venjum okkar og vali.

Excel-skjalið Heimilisbókhald er sérstaklega útbúið til að hjálpa okkur að fá gott yfirlit yfir útgjöldin okkar og skoða hvert peningarnir okkar þurfa að fara.

Næst: „Viljum við að peningarnir fari þangað?“