Telur skilmála Kredia brjóta gegn lögum

namskeid

Í frétt á mbl.is í morgun kemur fram að Guðbjörg Eva Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur að skilmálar smálánafyrirtækisins Kredia brjóti gegn lögum um neytendalán. Hún hafi nú þegar tekið smálán með svokölluðum flýtikostnaði og ætlar að freista þess að greiða á gjalddaga aðeins þann kostnað sem fellur undir lágmark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Þannig mun Guðbjörg láta reyna á lánastarfsemi fyrirtækisins og fara alla leið fyrir dóm ef þess þarf.

Neytendavakt Skuldlaus.is fagnar áhuga Guðbjargar Evu á stöðu lántaka og að hún ekki aðeins vekji máls heldur einnig að hún grípi til aðgerða og láti reyna á lögmæti lánastarfsemi smálánafyrirtækja. Neytendavaktin mun fylgjast með Guðbjörgu Evu í desember og hvernig málið mun þróast.

Hlekkur á frétt mbl.is: Telur skilmála Kredia brjóta gegn lögum

panta-bok-fritt