Spilafíkn

bok-ofan-post

Spilafíkn er tegund fjármáladýrkunar og er óhófleg fjárhagsleg áhætta á hæsta stigi.

Spilafíkn virkar eins og fíkniefni á einstaklinga. Spilafíklar spila til að líða betur og til að flýja áhyggjur. Spilafíklar þurfa stöðugt meira og meira og geta því þróað með sér áráttuhegðun. Spilafíklar fela fíknina fyrir öðrum og getur það leitt til erfiðleika í fjölskyldum og samskiptum við fólk almennt.

Segja má að spilafíklar séu fíknir í velgengni þess að spila. Rétt eins og alkóhólisti þarf meira og meira áfengi til að vera drukkinn verður þörf spilafíkils til að finna sigurvímu meiri og meiri. Vinningar verða að þráhyggju þeirra.

Áfallasaga einstaklings og/eða áfallaröskun er sterkur fyrirboði þess að fólk þrói með sér spilafíkn. Áfallahjálp og sálfræðiviötöl eru því oftar en ekki leiðin út úr spilafíknarvanda.

Spilafíkn er ein mest sjálfskaðandi fjármálaröskunin. Ef þú ert eða grunar að þú sért haldin/inn spilafíkn þá mælum við með að þú hafir samband við samtök spilafíkla, Gambling anonymus (www.gasamtokin.is/).  Hjálparsími spilafíkla er 698-3888.

 

Lestu meira um fjárhagslega fjármáladýrkun hér:

Lestu einnig um fjárhaglega forðun:

Untitled-1