Sparuikrukkan – vika 25

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 25 og við setjum 2.500 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 32.500 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að semja um betra verð, afslætti og staðgreiðsluafslátt.

Fræðsla vikunnar er umfjöllun um Meniga.is

Meniga.is er ókeypis þjónusta sem heldur utan um tekjur og útgjöld þeirra sem notast við rafræn viðskipti. Þar sem flestir íslendingar nota debit og kreditkort að staðaldri þá er Meniga öflugt verkfæri til að fylgjast með fjármálunum okkar.

Á vefsvæði Meniga má sjá yfirlit yfir allar rafrænar færslur in og út af völdum bankareikningum, bókhald þar sem sjá má stöðu flokka, Skýrslur um hvernig við notum peningana okkar, og innsýn þar sem sjá má meðalneyslu okkar.

Við skorum á þig og maka þinn að skrá ykkur í Meniga og tengja saman alla reikninga ykkar. Notið svo Meniga þegar þið setjist niður á vikulegu fjármálafundina ykkar. Meniga sparar okkur mikla vinnu við að yfirfara tekjur og útgjöld og í raun svarar Meniga fyrstu tveim spurningum Betri Fjármála: Hvaða peningur? og Hvert fer peningurinn?

 

bok-ofan-post