Sparikrukkan – vika 9

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 9 og við setjum 900 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 4500 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að kaupa aldrei í fljótfærni.

Tilfinningar okkar hafa mikil áhrif á hvernig við verslum. Einfalt dæmi er að spyrja þig hvað gerist þegar þú ferð söng/svangur út í búð. Svarið er augljóst fyrir marga. Við leitumst við að kaupa eitthvað í fljótfærni.

Atriði sem auka líkur á hvatvísum kaupum eru vörur merktar á útsölu eða á tilboðsverðum, við upplifum að við erum að gera góða kaup, við eigum aukapening sem við getum eytt strax, eða við erum þreytt, reið, stressuð eða með samviskubit.

Ástæðan er í stuttu máli sú að við erum tilfinningarverur fyrst og fremst. Rökhugsun okkar er ófullkomnari og veikari en undirmeðvitund okkar og tilfinningakerfi. Það er erfitt að beita rökum þegar tilfinningar okkar eru miklar og því er það svo að við verðum hvatvís og jafnvel pirruð þegar við erum undir tilfinningalegu álagi. Og hvatvísin setur okkur í þann ham að hrifsa frekar til okkar vörum sem við höfum engan áhuga á að kaupa ef við værum róleg.

Þegar við erum undir tilfinningalegu álagi er minnið okkar líka að stríða okkur. Þá eru líkur á að það sem við gætum munað á góðum degi er erfitt að kalla fram undir álagi. Þess vegna er gott að hafa innkaupalista í búðinni. Þá getum við barist gegn hvatvísinni og haldið okkur við að kaupa bara það sem er á listanum. Við setjum skynsemina á blað.

Lausnin við hvatvísi eða erfiðum dögum er að halda sig við skipulagið. Útbúa innkaupalista heima í góðu tómi og fara algerlega eftir honum í búðinni. Þá sleppur þú við að versla í fljótfærni.

panta-bok-fritt