Sparikrukkan vika 7

panta-bok-fritt

Kæru vinir,

Nú er vika 7 og við setjum 700 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 2800 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að halda bílskúrssölu. Taktu til í íbúðinni þinni, bílskúrnum eða geymslunni. Taktu allt sem þú er hætt/ur að nota og auglýstu til sölu á Bland eða Facebook. Gefðu það sem selst ekki í Góða hirðinn eða Rauða Krossinn.  Þú færð ekki bara pening í vasann heldur pláss á heimilinu þínu. Minna af dóti skapar líka meiri frið og ró á heimili þínu og í huga þínum. Passaðu líka að kaupa ekki nýtt óþarfa dót sem fyllir geymslurnar og heimili þitt.

Að finna 20 þúsund krónur

Með því að spara með okkur í Sparikrukkuna ertu að byrja smátt með aðeins 100 krónum á viku og enda í 5200 krónum í síðustu viku ársins. En þú ert á sama tíma að aðlaga þig að því að geta lagt til hliðar 20.000 kr á mánuði allt næsta ár 2017. Og ástæðan fyrir því er að við höfum notað árið til að venja okkur á sparnaðinn. Aðferðin verður auðveld vegna þess að við erum að minnka einhverja aðra neyslu um sömu upphæð. Að draga út annarri (óþarfa) neyslu er betra en að klippa blákalt á það. Sem dæmi þá er ekki auðvelt að þurfa að taka skyndilega svo háa upphæð úr daglegri neyslu. Þýðir fyrir flesta að þurfa að hætta einhverju til að eiga peninginn.

En í okkar tilfelli þá erum við að taka peninginn frá ósýnilegu neyslunni okkar, smáhlutunum sem við finnum ekki fyrir, kók í dós hér og samloka þar. Smátt og smátt erum við að breyta hegðuninni úr óþarfa neyslu í sparnað. Við erum að borga okkur sjálfum.

Allir sem spara 20.000 á mánuði eru í frábærum fjárhagslegum málum. Geta safnað í neyðasjóði og aðra sjóði og síðan farið að fjárfesta. Það er líka hægt að nota peninginn til að greiða niður skammtímaskuldir hraðar en á umsömdum afborgunum (Snjóboltaáhrifin) og komast þannig hraðar út úr skuldum okkar.

Þeir sem safna í neyðarsjóð sem gæti borgað þriggja mánaða leigu eða rekstrarkostnað á húsnæði eru orðnir fjárhagslega öruggir.

Við minnum líka á facebook síðu okkar og biðjum ykkur að deila henni meðal vina.

bok-ofan-post