Sparikrukkan – vika 48

bok-ofan-post

Kæru vinir,
nú er vika 48 og  við setjum 4.800 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 117.600 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar er að setja minna á diskinn og fá ábót ef þú klárar. 

Fjármál einstaklings er 100% hegðun

Peningar gera ekki neitt nema að þeir fái verkefni. Ef þú stingur þeim undir koddann þá gera þau ekki neitt. Ef þú setur launin þín í hendurnar á öðrum þá ert þú ekki að stýra hvert þau fara. Ef þú gerir eins og aðrir segja þá ert þú með stjórnlaus fjármál. Þá eru auglýsingar, tíska og álit annnara að ákveða fyrir þig hvað þú átt að gera við peninginn þinn. Hver er að ákveða hvað peningurinn okkar er að gera? Ert það þú? Bankinn? Maki? foreldrar? Nýjasta tíska?

Hvernig stjórnum við peningunum okkar?

Hvað er það sem veldur því að við gerum það sem við gerum í fjármálum? Eru ákvarðanir vandlega hugsaðar og skipulagðar? Er þær vegna ótta við að vera peningalaus? Er þær gerðar í reiði? Erum við að redda okkur á síðustu stundu?

Fjámálin okkar er eins og við hegðum okkur og hugsum um peninga. Fjármálin okkar breytast ekki fyrr en við förum að breyta hegðuninni. Þegar við þorum að opna heimabankann, þegar við þorum að semja samkvæmt okkar greiðslugetu í stað þess að láta blint undan þrýstingi lánastofnanna þá breytist eitthvað. Þegar við förum að horfa á og skrá hvað við gerum við peningana okkar og ákveðum hvort það sé í lagi eða ekki, þá breytist eitthvað í fjármálunum okkar.

 

Ekki geyma það að bæta fjármálin.

panta-bok-fritt